- Auglýsing -

Molakaffi: Remili, Breistøl, Andersson, Damgaard, Ómar Ingi

Nedim Remili t.h. í leik með PSG. Mynd/EPA
  • Franska landsliðið hefur orðið fyrir áfalli áður en undirbúningur þess fyrir þátttöku á Evrópumótinu í handknattleik karla er hafinn. Nedim Remili meiddist á æfingu hjá PSG í fyrradag og getur af þeim sökum ekki tekið þátt í mótinu. Remili var einn öflugasti leikmaður franska landsliðsins þegar það varð Ólympíumeistari í ágúst og varð m.a. sá leikmaður handknattleikskeppninnar sem átti flestar stoðsendingar. 
  • Norska handknattleikskonan Kristine Breistøl hefur framlengt samning sinn við Esbjerg til tveggja ára. Breistøl var í sigurliði Noregs á heimsmeistaramótinu á dögunum. 
  • Danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson hefur skrifað undir nýjan samning við Füchse Berlin sem gildir til ársins 2025. 
  • Daninn Michael Damgaard skoraði sitt eitt þúsundasta mark í þýsku 1. deildinni í handknattleik á fimmtudagskvöld þegar Magdeburg vann HSV Hamburg, 34:26. Damgaard hefur leikið 209 leiki í deildinni og er þar af leiðandi með fast að fimm mörk að jafnaði í leik. Eins og kom fram á handbolti.is á fimmtudagskvöld þá skoraði Ómar Ingi Magnússon sjö fyrir Magdeburg en þeir félagar, Damgaard og Ómar Ingi, léku vörn Hamborgarliðsins afar grátt hvað eftir annað í leiknum. Magdeburg er ósigrað í 16 leikjum í deildinni fram til þessa. Á morgun sækir Magdeburg lið Flensburg heim en Teitur Örn Einarsson leikur með Flensburg. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -