- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sagosen, takmarkanir, Duvnjak, Elverum, Hákonshöll

Norðmaðurinn Sander Sagosen t.h. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Norska dagblaðið VG greinir frá því að Sander Sagosen fá jafnvirði þriggja milljóna króna evra í laun á þriggja ára samningstíma hjá norska liðinu Kolstad. Sagosen kemur til félagsins 2023. Sé þetta rétt verður Sagosen hæst launaði handknattleiksmaður sem leikið hefur í Noregi
  • Áhorfendur sem hyggjast mæta á handboltaleiki í Danmörku í næstu viku verða að framvísa bólusetningavottorði. Gildir þetta um leiki þar sem áhorfendur verða fleiri en 200. Þetta var eitt af því sem danska ríkisstjórnin ákvað í gær. Sömu reglur voru við upphaf leiktíðar í haust en voru felldar niður í byrjun október. Vegna fjölgunar smita í Danmörku síðustu daga var ákveðið krefjast bólusetningavottorða á nýjan leik. 
  • Domagoj Duvnjak er orðinn markahæsti leikmaður króatíska karlalandsliðsins í handknattleik frá upphafi. Hann komst upp fyrir Mirza Dzomba um helgina með fimm mörkum í vináttuleik við Slóvena sem Króatar unnu, 34:31. Duvnjak hefur þar með skorað 720 mörk fyrir króatíska landsliðið, tveimur fleiri en Dzomba. 
  • Norska meistaraliðið Elverum sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með hefur ákveðið að leikur liðsins við þýska meistaraliðið Kiel í Meistaradeild Evrópu fari fram í Hákonshöllinni í Lillehammer í febrúar. Stefnt er á að 12-13.000 áhorfendur verði viðstaddir leikinn en mikil eftirvænting er í Noregi vegna leiksins þar sem Sander Sagosen, einn dáðast íþrótttmaður landsins, er leikmaður Kiel. 
  • Elverum hefur einu sinni áður leikið heimaleik í Meistaradeildinni í Hákonshöll. Það var gegn PSG fyrir um tveimur árum. Þá tókst afar vel til og var m.a. uppselt á leikinn sem færði félaginu miklar tekjur. Hákonshöll var byggð fyrir vetrarólympíuleikanna 1994 og hýsti m.a. íshokkíkeppnina. Um er að ræða mikið glæsimannvirki. Úrslitahelgi EM karla í handknattleik 2008 fór þar fram.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -