- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Skarð fyrir skildi, hætta við, samherji Elvars, bikarmeistarar

Þýska landsliðið verður ekki með allar kempur sínar í Portúgal á laugardaginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikning þýska kvennalandsliðsins í handknattleik fyrir leikina við portúgalska landsliðið í umspili um HM sæti. Sjö leikmenn frá tveimur sterkustu félagsliðum Þýskalands, Dortmund og Bietigheim, eru í sóttkví vegna smita sem skutu upp kollinum hjá liðunum á dögunum.
  • Henk Groener, landsliðsþjálfari, segir að ekki að tjói að gráta yfir ástandinu. Þeir leikmenn sem hann hefur valið og geti tekið þátt í leiknum í Portúgal séu hvergi bangnir. 
  • Gríska handknattleiksliðið Olympiacos var dregið úr keppni í grísku úrvalsdeild karla í handknattleik í gær en til stendur að hefja keppni á nýjan leik eftir langt hlé. Forráðamenn félagsins segja það ekki ná nokkurri átt að hefja keppni á nýjan leik. Lið Olympiacos hafi haft tök á því  að æfa í tvo mánuði og ekki tekið þátt í kappleik í fimm mánuði. Undirbúningur sé þar af leiðandi í skötulíki og ekkert nokkurt vit í að hefja keppni. Olympiacos varð síðast grískur meistari í handknattleik karla fyrir fjórum árum. 
  • Kristijan Jurisic, markvörður Arendal í Noregi, verður samherji Elvars Ásgeirssonar hjá Nancy í Frakklandi það sem eftir er leiktíðar. Markvarslan hefur verið í lamasessi hjá Nancy upp á síðkastið og standa vonir til að hinn 25 ára gamli Jurisic geti hjálpað upp á sakirnar. Nancy er í baráttu um sæti í efstu deild á næstu leiktíð.
  • Veszprém varð í gærkvöld ungverskur bikarmeistari í handknattleik karla með sigri á erkifjendum sínum, Pick Szeged, 28:26, í úrslitaleik.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -