- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Skíðameistari í Fram, landsliðsþjálfari, Heiða tekur fram skóna

Harpa María Friðgeirs­dótt­ir Íslandsmeistari í stórsvigi og handknattleikskona hjá Fram. Mynd/Fram
- Auglýsing -
  • Harpa María Friðgeirs­dótt­ir, handknattleikskona hjá Fram, varð í fyrradag Íslandsmeistari í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem haldið er í Hlíðarfjalli. Harpa fylgir þar með í fótspor systur sinnar, Hólmfríðar Dóru, sem varð Íslandsmeistari í sömu grein 2018 og 2019. 
  • Peter Bredsdorff-Larsen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Færeyinga í handknattleik karla. Hann tekur við starfinu 1. júlí. Bredsdorff-Larsen hefur undanfarin sjö ár verið þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Bjerringbro/Silkeborg en hættir störfum í lok leiktíðar. Lars Møller samstarfsmaður Bredsdorff-Larsen hjá Bjerringbro/Silkeborg verður honum einnig til halds og trausts með færeyska landsliðið. 
  • Bredsdorff-Larsen var í þjálfarateymi danska landsliðsins þegar Ulrik Wilbek stýrði danska landsliðnu frá 2005 til 2014. Sonni Denis Vahlgren Larsen og Dia Midjord hafa verið þjálfarar færeyska karlalandsliðsins undanfarin ár og stýrðu liðinu til sín fyrsta sigurs í undankeppni EM í gærkvöld á heimavelli, 27:26, gegn Tékkum eins og fjallað er um á handbolti.is.
  • Heiða Ingólfsdóttir hefur tekið fram skóna eftir fjögurra ára hlé og hefur ákveðið að vera með Stjörnunni út leiktíðina, hið minnsta. Heiða var með Stjörnunni í fyrsta skipti gegn KA/Þór á keppnistímabilinu á þriðjudagskvöld. Hún varði m.a. tvö vítaköst. Heiða er 29 ára gömul, hún hóf handboltaferilinn hjá ÍBV og hefur spilað með Haukum, Gróttu og svo með Stjörnunni í fjögur ár áður en meiðsli á mjöðm urðu þess valdandi að hún tók sér pásu í handbolta og fór í aðgerð. Stjörnuliðið hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli markvarða á keppnistímabilinu. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -