- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Skogrand, Gísli, Heindahl, Polman, frestað, Samoila

Norska landsliðskonan Stine Skogrand verður ekki með á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Norska handknattleikskonan Stine Skogrand hefur dregið sig út úr norska landsliðinu sem fer á heimsmeistaramótið á Spáni í næsta mánuði. Skogrand á von á sínu öðru barni með eiginmanninum og handknattleiksmanninum, Eivind Tangen.
  • Gísli Jörgen Gíslason sneri sig á ökkla á æfingu hjá Víkingi fyrir helgina og gæti orðið frá keppni um skeið af þeim sökum.
  • Danska handknattleikskonan Kathrine Heindahl hefur ákveðið að segja skilið við CSKA í Moskvu eftir þetta tímabil og ganga til liðs við Team Esbjerg.

  • Hollenska handknattleiksstjarnan Estavana Polman segir alveg óvíst hvort hún muni geta leikið með hollenska landsliðinu á HM þótt hún hafi verið valin í hópinn sem býr sig nú undir titilvörnina sem fram Spáni í desember. Polman telur óvíst að hnéið sé orðið nægilega sterkt til þess að taka þátt í álaginu sem fylgir að leika á heimsmeistaramótinu. Polman sleit krossband í hné í ágúst í fyrra og hefur ekki náð fullum bata ennþá.
  • Viðureign IK Sävehof og SC Magdeburg sem fram átti að fara í Evrópudeildinni í handknattleik karla í kvöld hefur verið frestað vegna smits í herbúðum Magdeburg.
  • Einn af efnilegri handknattleiksmönnum Hvíta-Rússlands, Kiryl Samoila, hefur fyrirvaralaust verið kallaður til herþjónustu í heimalandi sínu. Boðunin kom í kjölfar þess að hann neitaði að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við yfirvöld íþróttamála í landinu sem jafngildir að vilja ekki styðja forseta landsins.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -