Molakaffi: Söðlar um, Ólafur áfram, sá fyrsti í 8 ár, keppni stöðvuð, Friis, Polder

Dragan Pechmalbec línumaður Nantes hefur ákveðið að leika með serbneska landsliðinu. Mynd/EPA
  • Franski línumaðurinn Dragan Pechmalbec, liðsmaður Nantes, hefur ákveðið að söðla um og leika fyrir landslið Serbíu í framtíðini. Pechmalbec, sem er 25 ára gamall, er af serbnesku bergi brotinn en er fæddur í Frakklandi og hefur búið þar alla ævi. Pechmalbec hefur fengið fá tækifæri með franska landsliðinu og var síðast valinn í apríl 2018.
  • Ólafur Jóhann Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fram. Hann hefur aðeins tekið þátt í þremur leikjum í Olísdeildinni á þessari leiktíð með Safamýrarliðinu en líst greinilega vel á framtíðina og að endurnýjan kynnin við Einar Jónsson sem tekur við þjálfun Fram í sumar. Ólafur Jóhann var í Íslandsmeistaraliði Fram fyrir átta árum undir stjórn Einars.
  • RK Gorenje hleypti spennu í toppbaráttuna í úrvalsdeild karla í Slóveníu með því að leggja meistarana í RK Celje Pivovarna Lasko, 25:23, í Celje. Þetta var fyrsti sigur RK Gorenje á Celje í nærri átta ár.
  • Vegna fjölgunar smita kórónuveiru í Króatíu hefur Handknattleikssamband landsins að frestað allri keppni til 22. maí. Ekkert verður leikið á meðan. Ákvörðunin hefur ekki fallið öllum í geð og m.a. hafa forsvarsmenn króatíska meistaraliðsins í kvennaflokki, Podravka, mótmælt harðlega. Segja þeir engin rök vera fyrir að stöðva keppnina nú þar sem ástandið sé hvorki betra né verra en það hefur verið allt keppnistímabilið.
  • Emma Friis, hornamaður Herning-Ikast og danska landsliðsins, leikur ekki meira á þessu keppnistímabili eftir að hafa meiðst ill á hné í vináttulandsleik Dana og Spánverja í fyrradag.
  • Jesse Van De Polder sem hefur staðið í marki EH Aalborg á leiktíðinni verður eftirmaður Elínar Jónu Þorsteinsdóttur landsliðsmarkvarðar hjá Vendsyssel á næsta keppnistímabili.
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -