- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Šola ráðinn, grímuskylda og Grétar Ari

Vlado Šola t.v. á blaðamannafundi í gær þegar tilkynnt var um ráðningu hans í byrjun vetrar. Mynd/RK Zagreb
- Auglýsing -
  • Vlado Šola var í gær ráðinn þjálfari RK Zagreb eftir að Igor Vori var í gærmorgun látinn taka pokann sinn eftir fimm tapleiki. Šola,  sem var markvörður í gullaldarlandsliði Króata á fyrsta áratug þessarar aldar,  er ellefti þjálfarinn sem ráðinn er til félagsins á síðustu sex árum. Vori var aðeins 5 mánuði í starfi, þar af liðlega í mánuð af sjálfu keppnistímabilinu. 
  • Hert hefur verið á sóttvörnum víða í Þýskalandi. Í gær tilkynnti Gummersbach að áhorfendur fengju ekki aðgang að keppnishöllinni í dag á leik liðsins við Fürstenfeldbruck nema að vera með grímur. Bannað væri að taka þær af sér meðan dvalið væri í keppnishöllinni. Einnig verður engin veitingasala, hvorki fyrir, eftir, né á meðan á leiknum stendur. 
  • Grétar Ari Guðjónsson sinn fyrsta leik fyrir Nice í frönsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld þegar liðið gerði jafntefli, 30:30, á móti Strasborug á heimavelli. Gestirnir jöfnuðu metin á þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Grétar Ari stóð í marki Nice u.þ.b. helming leiksins og varði 3 skot, ríflega 15% hlutfallsmarkvarsla. Grétar Ari er að ná sér af meiðslum í ökkla sem hann varð fyrir. Hann missti þar af leiðandi af fyrst leik Nice fyrir rúmri viku er liðið tapaði fyrir Cherbourg, 30:29, á útivelli. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -