- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Svan, Sara Sif, Gaugisch, Groener, Jakob, Farelo, Gordo, Zein

Lasse Svan Hansen hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir Dani. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Lasse Svan Hansen lék sinn síðasta leik fyrir danska landsliðið í gær þegar Danir unnu stórsigur á Pólverjum í vináttulandsleik, 30:20, í Royal Arena í Kaupmannahöfn. Svan lék sinn fyrsta landsleik fyrir 19 árum og alls urðu landsleikirnir 246. Svan sem leikur í hægra horni hefur verið mikilvægur hlekkur í sterku dönsku landsliði um árabil. Hann hefur orðið heimsmeistari, Ólympíumeistari og Evrópumeistari. Svan leikur með Flensburg út keppnistímabilið en hyggst þá hætta sem atvinnumaður í handknattleik.
  • Mikið var um dýrðir af þessu tilefni í Royal Arena. Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana tók leikhlé þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Í leikhléinu var Svan hylltur af leikmönnum beggja liða með lófaklappi og áhorfendur tók undir. Á síðustu mínútunni skoraði Svan síðasta mark leiksins úr vítakasti. Eftir að leiknum var lokið var Svan kvaddur með standandi lófaklappi.
  • Sara Sif Helgadóttir var í leikmannahópi Vals í gær gegn KA/Þór en hún hefur verið fjarverandi í nokkrar viku eftir að hafa fengið bylmingsskot í höfuðið í viðeign við ÍBV í Origohöllinni. Sara Sif spreytti sig í tveimur vítaköstum í leiknum í gær en lét Sögu Sif Gísladóttur eftir að verja mark Vals en stóð Saga Sif sig með sóma.
  • Markus Gaugisch tekur við þjálfun þýska kvennalandsliðsins í sumar þegar núverandi landsliðsþjálfari Henk Groener lætur af störfum. Gaugisch er 48 ára gamall og er þjálfari kvennaliðs Bietigheim og verður það áfram á næsta keppnistímabili samhliða þjálfun landsliðsins. Samningur Gaugisch við Bietigheim rennur út um mitt næsta ár.
  • Handknattleiksþjálfarinn Jakob Lárusson þjálfar hugsanlega í Færeyjum á næsta keppnistímabili. Eftir því sem handbolti.is hefur hlerað fer Jakob á næstunni til Færeyja til viðræðna við forráðamenn félags þar í landi. Jakob hefur m.a. þjálfað hjá FH, Val og var síðast hjá ÍR en hætti þar á miðju keppnistímabili.
  • Daniel Gordo og Nuno Farelo, sem hafa þjálfað hvítrússneska handknattleiksliðið Meshkov Brest síðasta árið eru hættir störfum. Brest tapaði í vikunni fyir SKA Minsk auk þess að hafa ekki náð sér á strik í Meistaradeild Evrópu á keppnistímabilinu.
  • Egypski handknattleiksmaðurinn Ali Zein kveður Barcelona í sumar og gengur til liðs við Dinamo Búkarest. Xavi Pascual núverandi þjálfari Dinamo fékk Zein til Barcelona fyrir ári en hætti síðan störfum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -