- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sveinbjörn framlengdi, óvæntur sigur í Dresden, Íslendingaslagur, Aron ekki með, enn eitt tap

Sveinbjörn Pétursson, markvörður. Mynd/EHV/Aue
- Auglýsing -
  • Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson framlengdi á dögunum samning sinn við þýska 2. deildarliðið EHV Aue til eins árs, út leiktíðina vorið 2022. Sveinbjörn kom aftur til Aue-liðsins á síðasta sumri og hefur staðið sig afar vel í vetur. Hann lék einnig með Aue frá 2012 til 2016.
  • Sveinbjörn var með 53% markvörslu í fyrri hálfleik í gærkvöld þegar EHV Aue vann óvænt Elbflorenz, 29:21, í Dresden. Sveinbjörn lék aðeins í fyrri hálfleik og varði þá átta skot, þar af eitt vítakast. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Aue sem leikur eins og áður undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar. Aue er í sjöunda sæti 2.deildar með 19 stig eftir 16 leiki eins Dormagen sem er í sjötta sæti. 
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark í þremur skotum þegar Holstebro vann Skjern, 38:30, í grannaslag í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk í fimm skotum fyrir Skjern og átti tvær stoðsendingar. Holstebro er í þriðja sæti deildarinnar en Skjern í því sjöunda. 
  • Aron Pálmarsson var ekki í leikmannahópi Barcelona í gærkvöld þegar liðið vann Celje, 32:29, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem Aron missir af vegna meiðsla. Barcelona er með fullt hús stiga í B-riðli, 26 alls eftir 13 leiki.
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sex skot, 33,3% hlutfallsmarkvarsla, þegar lið hennar Vendsyssel tapaði með sex marka mun, 30:24, fyrir Viborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Steinunn Hansdóttir skoraði fjögur mörk í sex skotum fyrir Vendsyssel sem er fallið úr deildinni þótt það eigi þrjá leiki eftir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -