- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sveinn, Teitur Örn, Anton, Kiss dæmir á EM, Rød

Sveinn Jóhannsson í leik með SönderjyskE. Mynd/SönderjyskE
- Auglýsing -
  • Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í tveimur skotum þegar SönderjyskE tapaði naumlega á heimavelli, 25:24, fyrir sameinuðu liði Århus Skanderborg á heimavelli í þriðju umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Eftir sætan sigur á meisturum Aalborg Håndbold í fyrstu umferð hefur SönderjyskE tapað tveimur leikjum í röð.
  • Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk í fimm tilraunum þegar lið hans IFK Kristianstad og meistarar IK Sävehof skildu jöfn, 28:28, á heimavelli í upphafsleik sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær.
  • Anton Rúnarsson kom ekki mikið við sögu þegar liðs hans TV Emsdetten vann HC Elbflorenz með eins marks mun í Dresden í gærkvöld, 30:29, í fyrsta leik þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Anton átti ekki markskot en náði einni stoðsendingu.
  • Ungverski markvörðurinn Oliver Kiss, sem lék um skeið með Aftureldingu, undir lok fyrsta áratugar þessarar aldar, sneri sér að dómgæslu eftir að ferlinum sem handknattleiksmaður lauk og hefur hlotið talsverðan frama. Kiss ásamt félaga sínum og landa, Adam Biro, er einn 36 dómara sem dæmir leiki Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar.
  • Norski landsliðsmaður Magnus Rød leikur ekki með Flensburg næstu vikunnar vegna iljarfellsbólgu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -