Molakaffi: Valiullin, fleiri Japanir, Rønning

Rússinn Azat Valiullin. Mynd/EPA
  • Rússneski landsliðsmaðurinn Azat Valiullin hefur samið við HSV Hamburg, nýliða þýsku 1. deildarinnar. Samningurinn er til tveggja ára. Rússinn, sem stendur á þrítugu, hefur undanfarin þrjú ár leikið með Ludwigshafen sem féll úr þýsku 1. deildinni í vor. 
  • Eins og kom fram á handbolti.is í fyrradag þá hefur Hörður á Ísafirði samið við japanska landsliðsmanninn Kenya Kasahara um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili í Grill66-deildinni. Þar með mun ekki öll sagan vera sögð því annar japanskur handknattleiksmaður mun vera á leið til Harðar, eftir því sem næst verður komist.  Tveir leikmennn frá landi hinnar rísandi sólar munu þar með leika með Ísafjarðarliðinu á komandi tímabili gangi allt eftir. 
  • Norska handknattleikskonan Frida Rønning hefur skrifað undir eins árs samning við þýska meistaraliðið Borussia Dortmund.
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -