Molakaffi: Wiegert, Jensen, Rasmussen, HC Motor Zaporozhye, Düsseldorf

Bennet Wiegert þjálfari þýska meistaraliðsins SC Magdeburg en liðið var þýsku meistari undir hans stjórn í gærkvöld.
  • Bennet Wiegert þjálfari Magdeburg var í gær valinn þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hinn fertugi Wiegert stýrði liðinu til sín fyrsta meistaratitils í 21 ár. Hann var nýgræðingur í liði Magdeburg síðast þegar það var meistari. Wiegert tók við þjálfun Magdeburg af Geir Sveinssyni síðla árs 2015.
  • Fáum kom á óvart að Jesper Jensen þjálfari danska kvennalandsliðsins og félagsliðsins Esbjerg var valinn þjálfari ársins úr hópi þeirra þjálfara sem þjálfa kvennalið. Þetta er í fjórða sinn sem Jensen hreppir hnossið. 
  • Nick Rasmussen þjálfari Skanderborg Aarhus Håndbold var valinn þjálfari ársins úr hópi þeirra sem þjálfa karlalið í dönsku úrvalsdeildinni. 
  • Franska landsliðskonan Grace Zaadi leikur með CSM Búkarest á næsta keppnistímabili. Hún sagði frá þessu í gær, daginn eftir að hún varð bikarmeistari með Metz í heimalandi sínu á sunnudaginn. Zaadi hóf nýliðið keppnistímabil með Rostov Don í Rússlandi. Í framhaldi af innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar fékk Zaadi sig lausa undan samningi í Rússlandi og gekk til liðs við Metz í Frakklandi á skammtímasamningi. 
  • Eins og kom fram á dögunum þá mun úkraínska meistaraliðið HC Motor Zaporozhye taka þátt í 2. deild karla í Þýskalandi á næsta keppnistímabili svo fremi sem aðstæður breytist ekki til batnaðar í Úkraínu á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að liðið verði með bækistöðvar í Düsseldorf. Þangað eru leikmenn og fjölskyldur væntanlegar um miðjan júlí þegar undirbúningur hefst fyrir komandi keppnistímabil. Undirbúningur fyrir komu úkraínska liðsins stendur yfir í Düsseldorf. Ennfremur er reiknað með að HC Motor Zaporozhye taki þátt í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -