- Auglýsing -

Molakaffi: Ýmir Örn, Arnór Þór, Daníel Þór, Elvar, Sveinn

Ýmir Örn Gíslason leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Mynd Rhein-Neckar Löwen
  • Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu neðsta lið þýsku 1. deildarinnar, GWD Minden, 31:27, á heimavelli í gærkvöld. Ýmir Örn skoraði ekki mark en tók hressilega á í vörn liðsins. Rhein-Neckar Löwen í 10. sæti.
  • Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer þegar liðið gerði jafntefli við Erlangen á heimavelli, 25:25. Bergischer var með fjögurra marka forskot, 23:19, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bergischer er í 13. sæti.
  • Daníel Þór Ingason skoraði tvö mörk úr fimm skotum fyrir Balingen er liðið steinlá í heimsókn sinni til Wetzlar, 33:21. Balingen er í 15. sæti en 18 lið eru í þýsku 1. deildinni á keppnistímabilinu.

  • Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í sjö skotum þegar lið hans Nancy tapaði fyrir Saran í frönsku 1. deildinni í handknattleik í Nancy í gærkvöld, 29:27. Liðið kom upp úr 2. deild í sumar og voru mikilvæg stig í húfi fyrir liðin sem bæði eru á meðal þeirra neðstu í deildinni.
  • Sveini Jóhannssyni tókst ekki að skora og var einu sinn vísað af leikvelli þegar SönderjyskE tapað á útivelli fyrir Nordsjælland, 28:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en leikurinn fór fram á Sjálandi. Sveinn og félagar í SönderjyskE sitja í 10. sæti af 15 liðum deildarinnar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -