Molakaffi: Íslendingslagur, fleiri smitaðir, Aron og vináttuleikir

Aron Dagur Pálsson er kominn til Noregsmeistara Elverum. Mynd/Alingsås
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson var í liði Skövde sem vann Alingsås, 26:24, í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Hann skoraði ekki mark í leiknum. Aron Dagur Pálsson lék ekki með Alingsås vegna meiðsla. Næsta viðureign liðanna verður á heimavelli Alingsås á miðvikudag. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.
  • Aðalsteinn Eyjólfsson og hans menn í Kadetten unnu Wacker Thun, 31:27, í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi á útivelli. Kadetten er þar með í öðru sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir Pfadi Winterhur þegar bæði lið hafa lokið 22 umferðum.
  • Enn fjölgar dönsku landsliðsmönnunum sem greinst hafa með kórónuveirusmit eftir að hafa leikið með landsliðinu gegn Norður-Makedóníu í Álaborg um síðustu helgi. Mads Mensah Larsen og  Simon Hald hafa bæst á listann. Áður hafa þrír samherjar þeirra greinst eins og handbolta.is hefur áður greint frá.
  • Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í fyrrakvöld þegar Barcelona vann  Quabit Guadalajara, 38:27, í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Um var að ræða 22. sigur Barcelona í deildinni á keppnistímabilinu. 
  • Frakkland vann Danmörku, 26:22, í vináttulandsleik í handknattleik kvenna í París í gærkvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 11:11. Pauletta Foppa og Grace Zaadi skoruðu fimm mörk hvor fyrir franska liðið og voru markahæstar. Kristina Jørgensen var markahæst hjá danska liðinu með sjö mörk og Anne Mette Hansen var næst með fjögur mörk. 
  • Þá vann Pólland þriggja marka sigur á Tékklandi, 24:21, einnig í vináttuleik í handknattleik kvenna í gær.
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -