- Auglýsing -

Myndasyrpa: Einbeittir og hressir á æfingu

Þeir sem eftir standa af íslenska landsliðshópnum og starfsmönnum komu saman til æfingar í MVM Dome í Búdapest upp úr miðjum degi þar sem menn bjuggu sig undir leikinn við Óympíumeistara Frakka á morgun í annarri umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik.

Einbeiting og gleði sveif yfir vötnum í þeirra erfiðu stöðu sem landsliðið er í um þessar mundir með sex af 20 leikmönnum í einangrun auk sjúkraþjálfarans Jóns Birgis Guðmundssonar.


Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson voru væntanlegir til Búdapest seinni hluta dagsins. Þeir náðu ekki æfingu, eru hvorki komnir til borgarinnar né búnir að gangast undir PCR við lændamærin.


Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari leit inn á æfinguna í stutta stund og smellti af nokkrum myndum. Hluti þeirra birtist hér fyrir neðan.

Um leið er minnt á fyrri syrpur Hafliða frá EM2022: Ferðasaganæfing í keppnishöllinniupphitun stuðningsmannaÍsland – Portúgal 28:24StórkostlegirÍsland – Holland 29:28Stuðningurinn, Létt á æfinguÍsland – Ungverjaland 31:30Stemningin í stúkunniÍsland – Danmörk, 24:28. Fjölmennir og hressir Íslendingar.


Viðureign Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -