Myndir: Allar klárar í slaginn í Skopje

Myndir/HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, leikur á morgun upphafsleik sinn í B-deild Evrópumótsins í handknattleik þegar það mætir landsliði Hvíta-Rússlands í Vardar-höllinni í Skopje í Norður-Makedóníu.


Viðureignin verður sú fyrsta af fimm hjá íslenska liðinu á næstu dögum.
Íslenski hópurinn hélt af landi brott í gærmorgun og kom til Skopje í gærkvöldi. Liðið æfði saman í dag og lagði línurnar fyrir viðureignina við Hvít-Rússa. Íslenska liðið leikur við við Finna á mánudaginn og gegn Pólverjum á fimmtudag.


Hér eru nokkrar myndir frá deginum og ferðinni til Skopje en mikil eftirvænting ríkir fyrir mótinu.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -