- Auglýsing -

Myndir: Ekki slegið slöku við æfingar fyrir EM

Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik halda ótrauðir áfram að búa sig undir þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem hefst eftir rúma viku í Ungverjalandi og Slóvakíu. Um miðjan daginn var æfing í Víkinni þar sem 18 af 20 leikmönnum tóku þátt. Einn er enn í einangrun annar er meiddur, Sveinn Jóhannsson, og hefur orðið að draga sig út úr hópnum.

Í stað Sveins var Daníel Þór Ingason kallaður inn í hópinn en hann er ekki mættur til leiks ennþá. Áður en að því kemur verður Daníel Þór m.a. að gangast undir PCR próf.


Í hádeginu í dag varð ljóst að ekkert verður af vináttuleikjum við Litáen sem til stóð að færi fram á Ásvöllum á föstudaginn og sunnudaginn. Þess í stað verður meiri áhersla lögð á æfingar næstu daga þangað til farið verður til Búdapest á þriðjudaginn, 11. janúar.

Kjartan Vídó Ólafson, markaðsstjóri HSÍ, var með myndavélina á lofti á æfingu landsliðsins í dag en hann dvelur í búbblu með landsliðinu. Nokkrar myndanna eru hér fyrir neðan. Fjölmiðlar fá ekki aðgang að æfingum fremur en aðrir utanaðkomandi.

Ólafur Andrés Guðmundsson, Teitur Örn Einarsson, Kristján Örn Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon, Ýmir Örn Gíslason, Viktor Gísli Hallgrímsson og Viggó Kristjánsson.
Elvar Örn Jónsson, Bjarki Már Elísson, Aron Pálmarsson, Janus Daði Smárason, Orri Freyr Þorkelsson, Elliði Snær Viðarsson, Viktor Gísli Hallgrímsson.
Ómar Ingi Magnússon, Arnar Freyr Arnarson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viktor Gísli Hallgrímsson.
Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari, og Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari.
Ólafur Andrés Guðmundsson.
Viggó Kristjánsson.
Aron Pálmarsson.
Orri Freyr Þorkelsson.
Janus Daði Smárason.
Ómar Ingi Magnússon.
Gísli Þorgeir Kritsjánsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson.
Kristján Örn Kristjánsson, Teitur Örn Einarsson, Viggó Kristjánsson, Ýmir Örn Gíslason, Elliði Snær Viðarsson, Janus Daði Smárason, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson.
Björgvin Páll Gústavsson.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -