Myndir: Ísland – Kósovó

Marki fagnar í leiknum við Kósovó í morgun. Mynd/EHF

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann fyrr í dag stórsigur á Kósovó, 37:23, í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður Makedóníu. Íslenska liðið leikur síðasta leik sinn á mótinu á morgun og þá um 5. sætið við Norður-Makedóníu sem vann Finnland, 31:25. Leikurinn hefst klukkan 11 á morgun og verður mögulegt að fylgjast með honum endurgjaldslaust á ehftv.com.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá leiknum við Kósovó.

Rakel Sara Elvarsdóttir að skora eitt fjögurra marka sinn í leiknum. Mynd/EHF
Ída Margrét Stefánsdóttir sækir af Elisu Mulaj, markahæsta leikmanni Kósovóa. Mynd/EHF
Ída Margrét Stefánsdóttir (18) og Anna Mary Jónsdóttir (25) fjær. Mynd/EHF
Sara Katrín Gunnarsdóttir (22) og Katrín Helga Sigurbergsdóttir hindra Nataliju Milatovic. Mynd/EHF
Marki fagnað, m.a. Júlía Sóley Björnsdóttir (14), Anna Mary Jónsdóttir (25), og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (15). Mynd/EHF
Sara Katrín Gunnarsdóttir saumar að einum leikmanna landsliðs Kósovó. Mynd/EHF
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir í þann mund að skora eitt fjögurra marka sinna. Mynd/EHF
Íslenska landsliðið eftir að hlustað á þjóðsöginn fyrir leikinn. Mynd/EHF
Ásthildur Bertha Bjarkadóttir fagnar. Mynd/EHF
Varnarmenn voru vel á verði. Mynd/EHF
Sara Katrín Gunnarsdóttir fagnar einu marka sinna. Mynd/EHF
Klárar í slaginn. Mynd/EHF
Ída Margrét Stefánsdóttir var valin best í íslenska liðinu. Mynd/EHF
Sigurreifir leikmenn íslenska landsliðsins stilla sér upp í myndatöku. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -