- Auglýsing -

Myndir: Lokahönd lögð á undirbúning fyrir stórleikinn

Andrea Jacobsen reynir að finna skotfæri hjá Hildigunni Einarsdóttur í vörninni. Mynd/HSÍ

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hélt áfram undirbúningi sínum fyrir leikinn stóra gegn Tyrkjum í undankeppni Evrópumótsins.


Eftir því sem fram kemur á vef HSÍ fengu leikmenn fengu að sofa út í morgun til að ná endanlega úr sér ferðaþreytunni. Fyrri hluta dags var og frjáls tími sem leikmenn nýttu í göngutúr í nágrenni hótelsins í Kastamonu ásamt hvíld.


Eftir hádegi fundaði Hlynur Morthens markmannsþjálfari liðsins með markmönnum liðsins og á sama tíma funduðu þeir Arnar Pétursson og Ágúst Jóhannsson með öðrum leikmönnum liðsins. Stelpurnar æfðu svo aftur í keppnishöllinni seinni hluta dags og var mikill kraftur í 90 mínútna æfingu. Hér fyrir neðan er nokkrar myndir frá síðari æfingunni sem HSÍ sendi frá sér.


Ísland mætir Tyrklandi á Kastamonu á morgun og hefst leikurinn kl. 16. Hægt verður að fylgjast með leiknum í textalýsingu á handbolta.is.

Andrea Jacobsen, Sandra Erlingsdóttir og Lovís Thompson. Mynd/HSÍ
Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fer yfir málin. Mynd/HSÍ
Helena Rut Örvarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Lovísa Thompson auk Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur, fjær. Mynd/HSÍ
Elísa Elíasdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Hafdís Renötudóttir, Lovísa Thompson, Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir. Mynd/HSÍ
Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Thea Imani Sturludóttir. Mynd/HSÍ
Elísa Elíasdóttir og Hafdís Renötudóttir, markvörður. Mynd/HSÍ
Unnur Ómarsdóttir sækir að Helenu Rut Örvarsdóttur. Mynd/HSÍ
Andrea Jacobsen og Helena Rut Örvarsdóttir í aksjón. Mynd/HSÍ
Hildigunnur Einarsdóttir í vörninni, Harpa Valey Gylfadóttir virðist hafa komið boltanum framhjá Hildigunni. Sandra Erlingsdóttir fylgist með. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari horfir haukfráum augum á. Mynd/HSÍ
Hafdís Renötudóttir, markvörður. Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Helena Rut Örvarsdóttir. Mynd/HSÍ
Unnur Ómarsdóttir og Andrea Jacobsen. Mynd/HSÍ
Hildigunnur Einarsdóttir og Elísa Elíasdóttir, línukonur. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -