- Auglýsing -

Myndskeið: Bjarki Már skoraði sín fyrstu mörk

Félagararnir Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson voru í sigurliðum í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Bjarki Már Elísson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Veszprém í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld þegar liðið vann Porto örugglega í Porto með sjö marka mun, 35:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12.


Bjarki Már skoraði fjögur mörk í öðrum sigri Veszprém í A-riðli Meistaradeildarinnar. Í hinni viðureign kvöldsins í A-riðli vann franska meistaraliðið sinn fyrsta leik í keppninni á leiktíðinni. PSG lagði Wisla Plock frá Póllandi með fjögurra marka mun, 37:33.Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Alaborg Håndbold sem vann norsku meistarana í Elverum, 33:25, í Terningen Arena í Elverum í B-riðli. Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt af mörkum Elverum sem er án stiga eftir tvo leiki í keppninni. Álaborgarliðið hefur unnið sér inn fjögur stig. Arnór Atlason var að vanda við hliðarlínuna en hann er aðstoðarþjálfari Aalborg.


Celje Lasko frá Slóveníu vann THW Kiel, 38:36, í Celje í Slóveníu í kvöld og komu úrslitin sumum á óvart.


Annarri umferð Meistaradeildar karla lýkur annað kvöld með fjórum leikjum.


Staðan í A og B-riðlum:

Standings provided by SofaScore
Standings provided by SofaScore
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -