Myndskeið: Glæsimark Donna eitt af fimm bestu um helgina

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC


Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt af mörkum síðustu umferðar í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Bylmingsskot hans beint úr aukakasti eftir lok leiktímans í viðureign PAUC og Saint-Raphaël á laugardaginn er eitt af þeim fimm bestu sem skoruð voru. Enda var þetta einstaklega vel gert hjá pilti eins og sjá má á myndskeiðinunu hér fyrir neðan.


Þvi miður þá nægði markið ekki. Saint-Raphaël hafði betur, 29:25, á heimavelli Donna og félaga. PAUC situr í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -