- Auglýsing -

Myndskeið: Spennandi lokakafli í undanúrslitum bikarsins

Neistamenn stóðust ekki álagið þegar á hólminn var komið í kvöld. Mynd/Aðsend

Eins og áður hefur komið fram á handbolta.is þá tókst Neistanum að komast í úrslit í færeysku bikarkeppninni í handknattleik karla á síðasta laugardag með sigri á KÍF í Kollafjarðarhöllinni, 27:26, eftir háspennu á lokakaflanum.


Neistin var undir, 22:18, þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en tókst að vinna muninn upp. Ágúst Ingi Óskarsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Nokkrum sekúndum áður hafði Neistin unnið boltann af leikmönnum KÍF. Auk hans er Felix Már Kjartansson leikmaður Neistans og Arnar Gunnarsson er þjálfari.


Hér fyrir neðan er upptaka af síðustu mínútum leiksins í Kollafjarðarhöllinni á laugardaginn. Komið er til leiks á þessari upptöku þegar staðan er 24:22 fyrir KÍF og Ágúst Ingi er að taka vítakast. Smellið á örina neðst í vinstra horninu til þess að sjá upptökuna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -