- Auglýsing -

Myndskeið: Topplið ÍR tók lagið með meistara Herberti eftir sigurleik

Eftir sigur ÍR-ingar á ungmennaliði Aftureldingar í Grill66-deild karla í handknattleik beið leikmanna ÍR óvænt uppákoma er þeir komu inn í klefanna eftir sigurleik.

Stórsöngvarinn Herbert Guðmundsson var mættur til að keyra upp fjörið hjá toppliði Grill66-deildarinnar. Herbert tók nokkur af sínum þekktustu lögum. Auðvitað var þar á meðal hið sígilda lag hans, Can’t Walk Away, og annað góðmeti fylgdi með m.a. nýja lagið, Með stjörnunum, sem ætlar allt um koll að keyra þessa dagana.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -