- Auglýsing -
- Auglýsing -

Naumt tap eftir framlengingu

Andrea Jacobsen handknattleikskona hjá Kristianstad í Svíþjóð. Mynd/Kristianstad Handboll
- Auglýsing -

Andrea Jacobsen og stöllur í sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad töpuðu í framlengdum háspennuleik fyrir Skara, 33:31, í fyrstu umferð 8-liða úrslita um sænska meistaratitilinn í handknattleik í dag. Leikið var á heimavelli Skara. Jafnt var loknum hefðbundum leiktíma, 27:27, og varð þá að grípa til framlengingar til að knýja fram sigur á annan hvorn veginn.

Kristianstad var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:10. Leikurinn var hnífjafn og æsilega spennandi frá upphafi til enda.

Skara hafnaði í fjórða sæti en Kristianstad í fimmta sæti deildarkeppninnar sem lauk á þriðjudagskvöld.

Andrea, sem var að taka þátt í sínum þriðja keppnisleik eftir að hafa verið í 13 mánuði frá keppni vegna krossbandaslits, skoraði ekki mark í dag en átti tvö markskot.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit. Þess vegna er engin ástæða fyrir Andreu og samherja að leggja árar í bát nú. Næsti leikur liðanna verður í Kristianstad eftir 11 daga, 24. mars. Gert verður hlé á úrslitakeppninni vegna alþjóðlegrar landsliðsviku sem hefst eftir helgina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -