- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nice hafnað um keppnisleyfi

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Franska 2. deildarliðið Cavigal Nice, sem Grétar Ari Guðjónsson markvörður, lék með frá 2020 og til loka leiktíðar í vor, er eina liðið af sextán í deildinni sem ekki hefur fengið leyfi til þess að taka þátt í deildarkeppninni á næstu leiktíð.

Grétar Ari samdi á dögunum við Sélestat sem leikur í 1. deild á næsta keppnistímabili.


Franska handknattleikssambandið fer yfir fjárhagsáætlanir allra liða sem vilja leika í tveimur efstu deildum karla og kvenna í handknattleik ár hvert. Félögin verða að geta sýnt fram á að þau eigi fyrir útgjöldum á næsta keppnistímabili.


Af 32 liðum sem til stendur að eigi sæti í deildunum tveimur í karlaflokki er Nice það eina sem ekki hefur sloppið með bókhald sitt í gegnum nálarauga franska handknattleikssambandsins. Forráðamenn Nice geta áfrýjað ákvörðuninni.

Ef Nice heltist úr lestinni er US Saintes HB líklegast af liðum 3. deildar til þess að gera atlögu að sæti í 2. deild.


Í september á síðasta ári var Didier Dinart fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Frakka ráðinn framkvæmdastjóri Nice. Hann hætti í mars og virtist ekki lítast á blikuna eftir því sem fram kom í samtali hans við íþróttablaðið L’Equipe. Nice hafði áhuga á að krækja í Birki Benediktsson leikmann Aftureldingar undir lok síðasta árs en ótraust fjárhagsstaða félagsins kom m.a. í veg fyrir að franska handknattleikssambandið samþykkti komu Mosfellingsins til félagsins.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -