- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðmenn velja Þrándheim

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs stefnir á verðlaunasæti á EM eins venjulega. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska handknattleikssambandið hefur ákveðið að aðeins verður leikið í nýju íþróttahöllinni í Þrándheimi á Evrópumóti kvenna í handknattleik í desember. Norðmenn verða gestgjafar mótsins ásamt Dönum. Danska handknattleikssambandið hefur ekki enn gert upp hug sinn en það ætlar að fækka leikstöðum úr tveimur í einn. Valið stendur á milli. Frederikshavn á Norður-Jótlandi og í Jyske Bank Boxen í Herning á Mið-Jótlandi.

Til stóð að leikið yrði á þremur stöðum í Noregi og tveimur Danmörku. Vegna kórónuveikinnar var orðið við tilmælum yfirvalda að fækka keppnisstöðum í einn í hvoru landi. Einnig var áætlað að leikið yrði í Stavangri og Bærum en af því verður semsagt ekki.

Norska ríkið hleypur undir bagga

Norðmenn gera ráð fyrir að 200 áhorfendum verði heimilt að koma á hvern leik keppninnar þar í landi. Norska ríkið hefur ákveðið að hlaupa undir bagga fjárhagslega og tryggja að Handknattleiksamband Noregs sleppi fyrir horn vegna þeirra tekjuskerðingar sem fyrirséð er vegna fjarveru áhorfenda.

Enn er mikið verk fyrir höndum við skipulagningu mótsins. M.a. þarf að leita leiða til að koma til móts við keppendur og þjálfara sem búa utan EES-Schengen svæðisins inn í landið, þar á meðal Rússum, Serbum og Svartfellingum auk annarra. Eins og hér á landi þá gilda strangar reglur um komur fólk til Noregs.

Danir hafa ekki heldur lokið sínum undirbúningi en vonast til að ákveða fyrir vikulokin á hvorn leikstaðinn þeir veðja. Einnig virðist ekki vera eins mikill vilji hjá dönskum yfirvöldum, og er hjá norskum, til þess að koma til móts við danska handknattleikssambandið vegna fjárhagslegs taps af keppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -