- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýja liðið hans Alfreðs bar sigur úr býtum

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands Alfreð Gíslason, KR, setti markamet 1982, sem stendur enn. Skoraði 21 mark í leik gegn KA í Laugardalshöllinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Mikið endurnýjað þýskt landslið karla í handknattleik, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann landslið Portúgal, 30:28, í vináttulandsleik í Þýskalandi í gær eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 18:13. Þjóðverjar voru mest níu mörkum yfir, 24:15, þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.


Þess ber þó að geta að um var að ræða annan leik portúgalska liðsins á tveimur dögum en það mætti Lúxemborg í fyrrakvöld og vann með 18 marka mu, 39:21. Portúgalska landsliðið verður með íslenska landsliðinu í riðli á Evrópumótinu í Ungverjalandi í janúar.


Alfreð stokkaði upp í þýska landsliðinu áður en hann kallaði landsliðið saman eftir síðustu helgi en það var í fyrsta sinn sem það kom saman eftir Ólympíuleikana í sumar.


Hornamaður Melsungen, Timo Kastening, var markahæstur í þýska liðinu. Hann skorað sex mörk.


Þýska og portúgalska landsliðið mætast aftur á morgun í Düsseldorf.

Grænhöfðaeyjar skelltu Sviss


Fleiri vináttuleikir fóru fram í gær. Það eru gömul sannindi og ný að þau landslið sem löngum hafa verið talin með þeim veikari hafa verið í gríðarlegri sókn á undanförum árum. Eitt þeirra er landslið Grænhöfðaeyja sem gerði sér lítið fyrir og vann Sviss, 24:22, í vináttulandsleik í Túnis í gær eftir að hafa verið 13:10 undir að loknum fyrri hálfleik.


Hvít-Rússar gerðu sér lítið fyrir og lögðu stóra bróður, Rússa, 35:27, í Minsk eftir að hafa verið 17:9 yfir í hálfleik.


Önnur úrslit vináttuleikja í gær:
Egyptaland – Norður Makedónía 32:25.
Pólland B – Svíþjóð B 26:32.
Ungverjaland – Bosnía 26:24.
Túnis – Svartfjallaland 30.28.
Austurríki – Tékkland 35:30.
Slóvakía – Serbía 21:32.

Forkeppni HM karla, 2. riðill:
Finnland – Eistland 35:30.
Georgía – Bretland 32:26.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -