- Auglýsing -

Óbólusettir fá ekki að taka þátt í HM

epa08073849 The Netherlands players celebrate after winning the IHF Women's World Championship final match between Spain and the Netherlands in Kumamoto, Japan, 15 December 2019. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA

Aðeins fullbólusettir fá að taka þátt í heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem hefst á Spáni 1. desember. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti þessa ákvörðun sína í gær. Fyrst bárust óstaðfestar fregnir um þessar reglur á miðvikudaginn frá Þýskalandi.


Þykir mörgum þessi tilkynning berast nokkuð seint enda útilokað að þeir sem vilja fá tvær bólusetningar nái þeim á innan við þremur vikum þar sem mælt er með að nokkrar vikur líði frá fyrstu að annarri bólusetningu.


Eina undanþágan sem veitt verður frá fullri bólusetningu verður til þeirra sem geta sýnt fram á þeir hafi veikst af kórónuveirunni.


Reglurnar ganga jafnt yfir alla, leikmenn, þjálfara, starfsmenn, fararstjórna og aðra þá sem verða í slagtogi með liðunum. Dómarar og eftirlitsmenn falla einnig undir þennan hatt.


Auk bólusetningavottorðs verða allir þátttakendur að sýna fram á neikvætt PCR próf sem er ekki eldra en 72 klukkustundir við komuna til Spánar.

Talið er reglurnar komi lítið sem ekkert við bestu landslið heims þar sem mörg þeirra tóku þátt í Ólympíuleikunum þar sem bólusetning var skilyrði fyrir þátttöku.

Hinsvegar taka mörg landslið frá Suður- og Mið-Ameríku þátt, einnig landslið frá Afríku og Asíu. Í mörgum þátttökuríkjum er bólusetning skammt á veg komin eða að almennar undirtektir við bólusetningu hafa verið litlar af ýmsum ástæðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -