- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn áfram á sigurbraut með Holstebro

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með TTH á leiktíðinni. Mynd/TTH Holstebro
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar TTH Holstebro hafa fullt hús stiga í öðrum riðli átta liða úrslitanna um danska meistaratitilinn í handknattleik. Holstebro vann Skanderborg í dag, 34:29, á heimavelli. Liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína og hefur fimm stig í efsta sæti en Holstebro fékk eitt stig í forgjöf þegar keppnin hófst.


Óðinn Þór skoraði fjögur mörk í níu skotum og virðist hafa fengið veigameira hlutverk í síðustu leikjum Holstebro.


Ríkjandi meistarar, Aalborg Håndbold, léku stórkostlegan sóknarleik í dag þegar þeir unnu Skjern á heimavelli, 41:32, en liðin eru í riðli með Holstebro og Skanderborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg-liðsins. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í sjö skotum og átti tvær stoðsendingar fyrir Skjern.

Danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boysen, sem leikur með Fredericia, segir á Twitter að Skjern hafi síðast fengið á sig 40 mörk eða fleiri í kappleik fyrir 20 árum, þá í 11 marka tapi fyrir GOG, 40:29.

Aalborg tapaði í fyrstu umferð fyrir Skanderborg og hefur þar með fjögur stig eftir tvo leiki en liðið fékk tvö stig í forgjöf. Skanderborg er með tvö stig en Elvar Örn og félagar eru án stiga.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -