- Auglýsing -

Óðinn Þór var markahæstur í stórsigri á heimavelli

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur KA-manna í sigrinum á Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Óðinn Þór Ríkharðsson stimplaði sig hressilega inn í þýsku 2. deildina í kvöld þegar hann skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach í stórsigri liðsins á Ferndorf á heimavelli, 42:25. Ekkert markanna skoraði hann úr vítakasti en eitt slíkt missti marks hjá honum.

Þetta var þriðji leikur Óðins Þórs með Gummersbach eftir að hann gekk skyndilega til liðs við það á dögunum á lánasamningi frá KA sem gildir út árið. Óðinn Þór var markahæstur í liðinu ásamt Jonas Stüber. Nýbakaður landsliðsmaður félagsins, Julian Köster skoraði þrjú mörk en átti átta stoðsendingar.

Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach-liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar. Elliði Snær lét einnig til sín taka í vörninni og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur fyrir að ganga full vasklega fram.

Martin Nagy, fyrrverandi markvörður Vals, varði 16 skot, þar af eitt vítakast, í marki Gummersbach, 39%.


Önnur úrslit í deildinni í kvöld:
Empor Rostock – Ludwigshafen 28:28.
Lübeck Schwartau – Rimpar Wolfe 34:30.
Eintracht Hagen – Bietigheim 26:33.
Hüttenberg – Tusem Essen 33:29.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -