- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkur verða ekki færðir sigrar á silfurfati

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsiðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Þátttaka í Ólympíuleikum er stærsti íþróttaviðburður sem íþróttamenn og þjálfarar taka þátt í,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik í tilefni þess að norska landsliðið hefur komið saman til undirbúnings fyrir forkeppni Ólympíuleikanna á föstudag og á laugardag í Podgorica í Svartfjallalandi.


Evrópumeistarar Noregs leika gegn landsliðum Rúmeníu og Svartfjallalands í forkeppninni en Tæland sem átti að senda fjórða liðið til keppni ákvað að sitja heima að þessu sinni. Tvö liðanna þriggja tryggja sér farseðilinn til Japans en leikmenn eins liðs sitja eftir með sárt ennið.


„Markmið okkar er bara eitt og það er að tryggja okkur keppnisrétt á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir Þórir í samtali við heimasíðu norska handknattleikssambandsins. Kvennalandsliðið ætlar að fylgja karlalandsliði Noregs eftir. Karlalandsliðið vann sér um síðustu helgi inn keppnisrétt á ÓL í sumar í fyrsta sinn frá árinu 1972.


Kvennalandsliðið norska hefur hinsvegar unnið til verðlauna á þrennum síðustu leikum. Það vann gull 2008 og 2012 og brons 2016.


Þórir segir að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt þá verði það ekki hægðarleikur fyrir norska kvennalandsliðið að tryggja sér farseðilinn. Svartfellingar og Rúmenar hafa á að skipa sterkum landsliðum í allra fremstu röð.


„Við lékum afar vel á EM en höfum ekki komið saman síðan. Nú er röðin komin að annarri keppni þar sem við byrjum með hreint borð. Við verðum að ná fram sömu spilamennsku og á EM. Það er ljóst að okkur verða ekki færðir sigrar á silfurfati í forkeppninni,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna.

Markverðir:

Silje Solberg, Gyøri Audi ETO (152/1)
Katrine Lunde, Våg Håndball Elite (305/3)
Rikke Granlund, Team Esbjerg (6/0)

Aðrir leikmenn:

Malin Aune, Våg Håndball Elite (68/128)
Marit Røsberg Jacobsen, Team Esbjerg (70/127)
Camilla Herrem, Sola HK (260/723)
Sanna Solberg-Isaksen, Team Esbjerg (157/284)
Henny Ella Reistad, Våg Håndball Elite (25/73)
Emilie Hegh Arntzen, Våg Håndball Elite (115/196)
Veronica Kristiansen, Gyøri Audi ETO (141/470)
Stine R. Skogrand, Herning-Ikast Håndbold (95/152)
Nora Mørk, Våg Håndball Elite (129/632)
Stine Bredal Oftedal, Gyøri Audi ETO (200/541)
Moa Høgdahl, Viborg HK (22/25)
Ingvild Bakkerud, Herning-Ikast Håndbold (29/42)
Kristine Breistøl, Team Esbjerg (17/11)
Marta Tomac, Våg Håndball Elite (74/72)
Marit Malm Frafjord, Team Esbjerg (210/410)
Kari Brattset Dale, Gyøri Audi ETO (76/177)
Vilde Mortensen Ingstad, Team Esbjerg (76/56)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -