- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Endurtekið efni og Norðurlandaslagur um bronsið

Anna Vyakhireva á auðum sjó leik með rússneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í fyrra. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eins og í karlaflokki þá munu landslið sömu þjóða eigast við í úrslitum handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum á sunnudaginn. Rússar unnu norska landsliðið í síðari undanúrslitaleiknum í dag, 27:26. Rússland mætir þar með Frökkum í úrslitaleik eins og á leikunum í Ríó fyrir fimm árum. Norðurlandaslagur milli Svíþjóðar og Noregs verður um þriðja sætið á sunnudagsmorgun klukkan átta.


Þetta var fyrsta tap norska landsliðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar á þessum leikum. Liðið hafði unnið sex leiki í röð þar til að undanúrslitaleiknum kom. Norska liðið lék afar vel síðustu 10 til 15 mínúturnar en það dugði ekki til auk þess sem rússneska liðinu var sýnd mikil þolinmæði á lokasprettinum þegar það fékk að hnoðast og hanga á boltanum síðustu 90 sekúndurnar.


Eftir jafnan leik framan af fyrri hálfleik skoruðu Rússar fjögur síðustu mörkin og voru með þriggja marka forskot í hálfleik, 14:11.


Noregur náði að minnka muninn i eitt mark snemma í síðari hálfleik áður en leiðir skildu á nýjan leik. Með frábærum varnarleik og markvörslu Önnu Sedoykinu náðu Rússar sex marka forskoti, 22:16.


Norska liðið lagði ekki árar í bát og tókst í tvígang að minnka muninn í tvö mörk. 25:23 og 26:24, þegar fjórar mínútur voru eftir af leiktímanum og enn og aftur, 27:25.


Sanna Solberg minnkaði muninn í eitt mark einn og hálfri mínútu fyrir leikslok, 27:26. Rússar fengu að hanga á boltanum það sem eftir lifði leiktímans, þar af í mínútu manni færri.


Anna Vyakhireva var besti sóknarmaður leiksins. Hún skoraði níu mörk fyrir rússneska liðið. Kseniia Makeeva og Ekaterina Ilina skoruðu fjögur mörk hvor. Sedoykinu var með 39% markvörslu þann tíma sem hún stóð í markinu.


Nora Mörk skoraði 10 mörk fyrir norska liðið, þar af sex úr vítaköstum. Stine Skogrand skoraði fjögur en var ekki með góða nýtingu í hægra horninu. Sanna Solberg og Veronica Kristiansen skoruðu þrjú mörk hvor. Katrine Lundervar með 35% hlutfallsmarkvörslu.


Úrslitaleikur Frakka og Rússa hefst klukkan 12 á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -