- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Hansen frábær – aftur mætast Danir og Frakkar

Mikkel Hansen t.v. og Lasse Andersson fagna sigri á Spánverjum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir og Frakkar leika til úrslita um Ólympíumeistaratitilinn í handknattleik karla aðra Ólympíuleikana í röð. Danmörk vann Spán í undanúrslitaleik sem var að ljúka í Tókýó, 27:23. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 12 að íslenskum tíma á laugardaginn.


Danska landsliðið var nokkuð sterkara í undanúrslitaleiknum og hafði yfirhöndina frá upphafi til enda, allt að fjórum mörkum eins og til dæmis í hálfleik, 14:10. Spánverjum tókst að minnka muninn í eitt mark í tvígang á síðustu mínútunum. Nær komust þeir ekki. Niklas Landin sá til þess með tveimur mikilvægum markvörslum á síðustu fimm mínútnum. Mads Mensah skoraði 25. mark Dana þegar rétt rúmar tvær mínútur voru til leiksloka, 25:22, í þann mund sem leiktöf var að bresta á.


Mikkel Hansen fór fyrir danska liðinu. Hann átti sannkallaðan stórleik og skoraði 12 mörk í 16 tilraunum, þar af fimm mörk úr vítaköstum. Hansen sýndi hvers hann er megnugur þegar mest á reynir.


Spánverjar verða að gera sér að góðu að leika við Egypta um bronsverðlaunin.


Mathias Gidsel gat leikið með danska liðinu þrátt fyrir fregnir í gær um að vafasamt væri að hann gæti verið með. Gidsel lék afar vel í fyrri hálfleik. Hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum. Mensah skoraði fjögur. Landin var með 38% hlutfallsmarkvörslu.


Alex Dujshebaev og Adrian Figueras skoruðu fimm mörk hvor fyrir spænska landsliðið. Aleix Gomez skoraði fjórum sinnum. Gonzalo Perez De Vargas varði 12 skot, 33% markvarsla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -