- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Meistararnir misstigu sig ekki gegn Egyptum

Daninn Jacob Holm lék Egyta á tíðum grátt. Mynd/EPA
- Auglýsing -

„Eins og við vissum þá var þetta hörkuleikur sem reyndi mjög líkamlega á okkur. Egyptar eru harðir í horn að taka, ekki síst reyndi mjög á varnarleik okkar. Mér fannst við leysa hann nokkuð vel,“ sagði Nikolaj Jacobsen þjálfari heims- og Ólympíumeistara Dana eftir fimm marka sigur þeirra, 32:27, á Egyptum í annarri umferð B-riðils handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í morgun.


Danir hafa þar með fjögur stig eftir tvo leiki en þeir mæta Aroni Kristjánssyni og leikmönnum Barein á miðvikudaginn. Egyptar eiga leik fyrir höndum við Dag Sigurðsson og lærisveina hans í japanska landsliðinu sama dag. Egyptar hafa tvö stig eftir sannfærandi sigur á Portúgal á laugardaginn.


Egypska liðið veitti Dönum harða mótspyrnu í fyrri hálfleik og var marki yfir að honum loknum, 15:14. Danska liðið náði stjórn á leiknum í síðari hálfleik, ekki síst í vörninni þar sem Henrik Toft, Mads Mensah og Henrik Møllgaard náðu betur saman.


„Ég fékk svör við nokkrum atriðum sem við höfum unnið í á æfingum,“ sagði Jackobsen og nefndi sérstaklega samvinnu Mads Mensha og Mathias Gidsel sem einnig var áberandi í síðari hálfleik gegn japanska landsliðinu í fyrstu umferð.


Mikkel Hansen var markahæstur með níu mörk og Mathias Gidsel skoraði átta. Ahmed Mohamed var atkvæðamestur Egypta við markaskorun. Hann skoraði sex mörk og þeir Yehia Elderaa og Mohammad Sanad skoruðu fimm mörk hvor.

Hlutfallsmarkvarsla Eypta var slök og náði ekki 20%. Niklas Landin stóð í danska markinu nær allan leikinn og var með 36% hlutfall. Hann fékk tvö skot í höfuðið og lá um skeið á vellinum eftir það síðara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -