- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Tvö lið með fullt hús stiga í B-riðli

Frakkinn Grace Zaadi sækir að Aniko Kovacsicsi í vörn Ungverja. Zaadi var frábær og skoraði 10 mörk. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar og Svíar eru með fullt hús stiga í B-riðli handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum eftir sigur í fyrstu umferð. Ólympíumeistarar Rússa máttu hinsvegar gera sér eitt stig að góðu í viðureign við Brasilíumenn, 24:24. Svíar unnu öruggan sigur á Spánverjum, 31:24.

Franska landsliðið marði sigur á Ungverjalandi, 30:29, eftir að ungverska liðið hafði gert harða hríð að því franska á endasprettinum. Frakkar voru fjórum mörkum yfir, 28:24, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Að loknum fyrri hálfleik voru Frakkar með þriggja marka forskot, 15:12.

Grace Zaadi átti stórleik í franska liðinu og skoraði 10 mörk í 12 skotum. Laura Flippes og Esetelle Minko skoruðu fjögur mörk hvor. Petra Vamos lét mest að sér kveða við  markaskorun hjá Ungverjum. Hún skoraði sex mörk og Viktoria Lukacs var næst með fimm mörk.

Byrja af krafti

Svíar ætla sér stóra hluti í handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleikunum og undirstrikuðu þá ætlan sína með frábærum leik gegn Spánverjum í morgun. Sænska liðið tók undir eins völdin í leiknum og hafði fjögurra marka forskot í hálfleik, 13:9, eftir að hafa leikið framúrskarandi varnarleik.

Spænska liðið komst hvorki lönd né strönd í síðari hálfleik. Munurinn jókst þótt aðeins hafi slaknað á varnarleik beggja liða. Svíar fögnuðu sjö marka öruggum sigri. Spánverjar eru hinsvegar ekki eins brattir eftir fyrsta leikinn og ljóst að þeir hafa lítið náð sér á strik frá Evrópumeistaramótinu í Danmörku í desember sem er áhyggjumál fyrir þá enda gestgjafar heimsmeistaramótsins í desember. Þar ætla þeir sér að gera það gott.

Elín Hansson var markahæst hjá Svíum með sex mörk. Emma Lundqvist og Linn Blohm skoruðu fimm mörk hvor. Johanna Bundsen átti afar góðan leik í markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik og lauk leik með 32% hlutfallsmarkvörslu.

Nerea Pena skoraði sjö mörk fyrir spænska liðið og var markahæst. Carmen Martín og Maria Rodriguez voru næstar með fjögur mörk hvor. Gamla brýnið, Silvia Navarro, var með 33% markvörslu en hún stóð aðeins í markinu annan hálfleikinn.

Úrslit í B-riðli:
Rússland – Brasilía 24:24.
Spánn – Svíþjóð 24:31.
Ungverjaland – Frakkland 29:30.

Næstu leikir í B-riðli, 27. júní:

02.00 Brasilía – Ungverjaland.
05.15 Svíþjóð – Rússland.
12.30 Frakkland – Spánn.

Keppni í A-riðli lauk í morgun. Hér er umfjöllun um leikina í A-riðli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -