- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL: Vyakhireva sú mikilvægasta en segist vera hætt

Anna Vyakhireva sækir afð frönsku vörninni í úrslitaleiknum í morgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rússneska handknattleikskonan Anna Vyakhireva var valin mikilvægasti leikmaður handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem lauk í Tókýó í morgun. Vyakhireva fór á kostum í nokkrum leikjum Rússa á leikunum, m.a. gegn Noregi í undanúrslitum.


Vyakhireva er 26 ára gömul örvhent skytta. Hún hefur undanfarin fimm ár leikið með rússneska meistaraliðinu Rostov Don. Vyakhireva tilkynnti óvænt eftir tapið fyrir Frökkum í úrslitaleiknum í gær að hún væri hætt í handknattleik. Alltént væri hún komin í langt frí frá handknattleik. Meiðsli hafa sett strik í reikning hennar síðasta árið, bæði í baki og í ökkla.


Úrvalslið Ólympíuleikanna er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Vinstra horn: Polina Kuznetsova, Rússlandi.
Vinstri skytta: Jamina Roberts, Svíþjóð.
Miðjumaður: Grace Zaadi Deuna, Frakklandi.
Hægri skytta: Anna Vyakhireva, Rússlandi.
Hægra horn: Laura Flippes, Frakklandi.
Línumaður: Pauletta Foppa, Frakklandi.
Markvörður: Katrine Lunde, Noregi.

Mikilvægasti leikmaður (MVP): Anna Vyakhireva, Rússlandi.

Markahæstar: Nora Mörk, Noregi – 52 mörk í átta leikjum. Næst varð Jovanka Radicevic, Svartfjallalandi með 46 mörk í sex leikjum og Anna Vyakhireva, Rússlandi, varð þriðja með 43 mörk í átta leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -