- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur átti stórleik – Kristianstad í undanúrslit

Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad. Mynd/IFK Kristianstad - Mentor Selaci Fotograf, Studio11
- Auglýsing -

Ólafur Andrés Guðmundsson átti stórleik í dag þegar IFK Kristianstad tryggði sér sæti í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik. Kristianstad vann þá Malmö, 34:28, á heimavelli og tryggði sér þar með þriðja vinninginn í rimmu liðanna í átta liða úrslitum. Malmö vann einn leik og er þar með úr leik.


Ólafur Andrés mætti galvaskur til leiks eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum liðsins. Hann skoraði sjö mörk í dag í sjö skotum og átti þrjár stoðsendingar. Hann fór fyrir liðinu eins og sannur fyrirliði.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Teitur Örn átti einnig tvær stoðsendingar í leiknum.

Íslendingaslagur í undanúrslitum

Í undanúrslitum mætir IFK Kristianstad liði Skvöde sem Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikur með. Sävehof og Lugi mætast í hinni viðureign undanúrslitanna en Lugi, sem hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar sló óvænt út Ystads IF í átta liða úrslitum með þremur vinningum gegn einum. Lugi vann fjórðu viðureign liðanna í dag á heimavelli, 30:27.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -