- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur og félagar komnir í efsta sætið

Karl Wallinius, leikmaður Montpellier fékk óblíðar mótttökur í vörn Vardar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ólafur Andrés Guðmundsson og samherjar hans í franska liðinu Montpellier eru komnir í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik þegar sex umferðir eru að baki. Montpellier vann Zagreb á útivelli í gærkvöld, 25:22, eftir að hafa verið marki undir, 13:12, að loknum fyrri hálfleik.


Ólafur Andrés lék með Montpellier, aðallega í vörninni, en náði ekki að skora mark.


Montpellier er nú með níu stig eins og THW Kiel sem vann Vardar í Skopje í gærkvöld, 29:26. Domagoj Duvnjak skoraði sjö mörk fyrir Kiel og átti tvær stoðsendingar. Niclas Ekberg og Hendrik Pekeler skoruðu sex mörk hvor. Timur Dibirov var markahæstur hjá Vardar með 10 mörk.

Var ómyrkur í máli

Vardar er í sjötta sæti af átta liðum í A-riðli með fimm stig. Veselin Vujovic þjálfari liðsins var ómyrkur í máli á blaðamannafundi eftir leikinn. Sagði hann nokkra leikmenn verði alvarlega að hugsa sinn gang hafi þeir í hyggju að halda áfram að leika fyrir lið félagsins.

Stefan Maden, þjálfari Aalborg á hliðarlínunni í Szeged í gær. Sjá má Arnór Atlason lyfta hnefa á loft við hliðina á Madsen. Mynd/EPA


Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold tapaði í heimsókn sinni til ungverska meistaraliðsins Pick Szeged, 31:28. Bæði lið hafa átta stig eftir sex leiki. Aron Pálmarsson skoraði tvö af mörkum Álaborgarliðsins og átti fjórar stoðsendingar. Sebastian Barthold var markahæstur með sjö mörk og Felix Claar var næstur með sex mörk.


Borut Mackovsek, Bence Banhiti og Aimanol Garciandia skoruðu fimm mörk hver fyrir Szeged-liðið.

Szymon Sicko markahæsti leikmaður Vive Kielce í skotstöðu í leiknum við PSG. Mynd/EPA


Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Vive Kielce þegar liðið smellti sér upp í toppsæti B-riðils með sigri á PSG á heimavelli, 38:33. Haukur Þrastarson var ekki með Vive Kielce að þessu sinni.


Szymon Sicko og Dylan Nahi skoruðu sex mörk hvor fyrir Kielce. Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með átta mörk. Elohim Prandi var næstur með sex mök.


Sjöttu umferð Meistaradeildar lýkur í kvöld með fjórum leikjum.


Staðan í A og B-riðlum Meistaradeildar:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -