- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur skoraði sex í fyrsta sigri í úrslitakeppninni

Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði IFK Kristianstad. Mynd/IFK Kristianstad - Mentor Selaci Fotograf, Studio11
- Auglýsing -

IFK Kristianstad hóf keppni í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar af krafti í kvöld með stórsigri á HK Malmö í Malmö, 32:22, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:7. Vinna þarf þrjá leiki til þess að öðlast þátttökurétt í undanúrslitum. Næsta viðureign verður í Kristianstad á laugardaginn.


Teitur Örn Einarsson lék ekki með Kristianstad í kvöld. Það kom ekki að sök að þessu sinni. Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði, skoraði sex mörk í átta skotum auk þess að eiga þrjár stoðsendingar.


Í hinni viðureign kvöldsins í átta liða úrslitum vann Lugi liðsmenn Ystads IF, 34:31. Leikið var í Ystad. Úrslitin eru óvænt vegna þess að Ystads IF hafnaði í öðru sæti en Lugi í sjöunda sæti deildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -