- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeild karla – 1. umferð, samantekt

Bið verður á að Gróttumenn taki á móti HK í Olísdeild karla. Fyrirhuguðum leik liðanna sem fram á átti að fara á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Fyrsta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fór fram frá fimmtudagskvöld og á laugardagskvöld. Helstu niðurstöður eru þessar:

Víkingur – ÍBV 27:30 (12:10).
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Hjalti Már Hjaltason 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Styrmir Sigurðsson 3, Arnar Huginn Ingason 3/2, Arnar Steinn Arnarsson 3, Arnar Gauti Grettisson 1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1/1.
Varin skot: Jovan Kukobat 8, 25,8% – Sverrir Andrésson 0.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 10, Kári Kristján Kristjánsson 5, Gabríel Matrinez Róbertsson 5, Nökkvi Snær Óðinsson 3, Dagur Arnarsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Dánjal Ragnarsson 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 7, 25%. Petar Jokanovic 0.
  • Jóhann Reynir Gunnlaugsson skapaði sjö marktækfæri fyrir Víkinga, þar af voru fimm stoðsendingar gegn ÍBV. Styrmir Sigurðsson átti fjögur marktækifæri.
    Víkingar slógu ekki slöku við í vörninni. Hjalti Már Hjaltason og Jóhannes Berg Andrason átti 10 lögleg stopp hvor. Jóhann Reynir náði þremur fráköstum.
  • Rúnar Kárason var ekki bara besti sóknarmaður leiksins með 10 mörk í 14 skotum heldur átti hann einnig fimm sköpuð marktækifæri. Sigtryggur Daði Rúnarsson skapaði sjö marktækifæri, þar af voru fimm stoðsendingar og Dagur Arnarsson var maðurinn á baki við sex marktækifæri.
  • Dánjal Ragnarsson átti fjórar löglegar stöðvanir í vörn ÍBV og Róbert Sigurðarson og Sigtryggur Daði þrjár hvor.
HK – KA 25:28 (11:14).
Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 7, Sigurður Jefferson Guarino 4/1, Sigurvin Jarl Ármannsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Pálmi Fannar Sigurðsson 2, Bjarki Finnbogason 2, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Styrmur Máni Arnarsson 1, Karl Tómas Hauksson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 18, 39,1%.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 6/3, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Patrekur Stefánsson 5, Arnar Freyr Ársælsson 4, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Einar Birgir Stefánsson 2, Allan Norðberg 1, Pætur Mikkjalsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 18, 41,9%.
  • Einar Rafn Eiðsson skapaði sjö marktækifæri fyrir KA-liðið gegn HK, þar af voru þrjár stoðsendingar. Jón Heiðar Sigurðsson skapaði fimm marktækifæri.
  • Ragnar Snær Njálsson var með fimm löglegar stöðvanir í vörn KA og varði tvö skot. Færeyingurinn Pætur Mikkjalsson stal boltanum þrisvar af HK-liðinu og varði eitt skot.
  • Kári Tómas Hauksson skapaði fimm marktækifæri í liði HK, þar af voru þrjár stoðsendingar. Pálmi Fannar Sigurðsson og Kristján Ottó Hjálmsson voru með sex lögleg stopp í vörn nýliðanna í HK. Bjarki Finnbogason varði þrjú skot.
Þorgils Jón Svölu Baldursson, Valsari, á auðum sjó í leiknum við Gróttu. Ólafur Brim Stefánsson og Birgir Steinn Jónsson fylgjast með. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Grótta – Valur 21:22 (10:11).
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 6, Ólafur Brim Stefánsson 4, Hannes Grimm 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Andri Þór Helgason 2/1, Ívar Logi Styrmisson 1, Ágúst Emil Grétarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14, 38,9%.
Mörk Vals: Róbert Aron Hostert 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 3/1, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Arnór Snær Óskarsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 2/1, Vignir Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13, 38,2%.
  • Birgir Steinn Jónsson skapaði átta marktækifæri fyrir Gróttu, þar af fimm stoðsendingar, gegn Val. Ívar Logi Styrmisson var með fjögur sköpuð færi, þar af þrjá stoðsendingar. Hannes Grimm, Birgir Steinn og Ólafur Brim Stefánsson voru með fimm löglegar stöðvanir í vörn Seltjarnarnessliðsins. Eyjamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson var vel á verði og náði að vinna knöttinn í tvígang af liðsmönnum Vals.
  • Arnór Snær Óskarsson skapaði fimm marktækifæri fyrir Valsliðið og Tumi Steinn Rúnarsson var maðurinn á bak við fjögur færi. Róbert Aron Hostert átti þrjár stoðsendingar. Þorgils Jón Svölu Baldursson var með fjórar löglegar stöðvanir í vörn Vals, varði eitt skot og krækti einu sinni í boltann af Gróttuliðinu.
Birgir Steinn Jónsson var aðsópsmikill í liði Gróttu gegn Val. Hér er hann í uppstökki. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
Afturelding - Stjarnan 35:36 (19:19).
Mörk Aftureldingar: Guðmundur Bragi Ástþórsson 14/2, Árni Bragi Eyjólfsson 8/1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 3, Hamza Kablouti 2, Birkir Benediktsson 2, Þrándur Gíslason Roth 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 14,3% – Andri Sigmarsson Scheving 1, 9,1%.
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pétursson 7/7, Starri Friðriksson 6, Björgvin Þór Hólmgeirsson 5, Dagur Gautason 5, Tandri Már Konráðsson 4, Þórður Tandri Ágústsson 2, Sverrir Eyjólfsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 7, 25,9% – Arnór Freyr Stefánsson 1, 6,3%.
  • Ekki aðeins skoruðu Guðmundur Bragi Ástþórsson og Árni Bragi Eyjólfsson mest fyrir Aftureldingu gegn Stjörnunni. Þeir sköpuðu einnig flest færi af leikmönnum Aftureldingar, þrjú hvor. Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson var með þrjú löglega stopp í vörninni auk þess sem hann nappaði boltanum í tvígang af Stjörnuliðinu. Annars virðast varnarmenn Aftureldingar hafa verið daufir í dálkinn í leiknum ef marka má tölfræði HBStatz.
  • Hjá Stjörnuliðinu var nafnlaus leikmaður þeirra duglegastur við að skapa marktækifæri ef marka má tölfæði HBStatz. Hinn nafnlausi bjó til fjögur marktækifæri.
  • Dagur Gautason stal boltanum fjórum sinnum af Aftureldingarmönnum og Starri Friðriksson var með tvö lögleg stopp í vörninni. Annars virðist varnarleikurinn að mestu hafa setið á hakanum hjá Stjörnumönnum eins og andstæðingum þeirra, alltént ef tölfræði HBStatz er skoðuð.
Haukar - Fram 29:27 (13:11).

Mörk Hauka: Ólafur Ægir Ólafsson 10, Stefán Rafn Sigurmannsson 6/3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 4, Atli Már Báruson 3, Darri Aronsson 2, Geir Guðmundsson 1, Jakob Aronsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12, 31,6%.
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 10, Stefán Darri Þórsson 5, Kristófer Dagur Sigurðsson 4/4, Breki Dagsson 2, Rógvi Dal Christiansen 2, Þorvaldur Tryggvason 2, Kristófer Andri Daðason 1, Ólafur Jóhann Magnússon 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9, 23,7%.
  • Atli Már Báruson og Tjörvi Þorgeirsson áttu hvor um sig heiður að átta marktækifærum fyrir Hauka í leiknum á móti Fram þar af átti sá fyrrnefndi átta stoðsendingar. Í vörninni bar mest á Darra Aronssyni og Atla Má en hvor þeirra var með fimm löglegar stöðvanir. Þráinn Orri Jónsson varði þrjú skot og Adam Haukur Baumruk tvö.
  • Breki Dagsson var iðnaðstur við kolann við að skapa færi í sóknarleik Fram. Hann var með sjö sköpuð færi, þar af fimm stoðsendingar.  Færeyingurinn Rógi Christiansen var umsvifamikilll í vörninni með fimm löglega stopp auk þess sem hann stal boltanum tvisvar sinnum. Landi hans Vilhelm Poulsen var með fjögur löglega stopp og Stefán Darri Þórsson þrjú.
  • Leik Selfoss og FH var frestað til 28. september vegna þátttöku Selfossliðsins í Evrópubikarkeppninni um helgina.

2. umferð

Miðvikudagur 22. september:

TM-höllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 18.

Fimmtudagur 23. september:

Kaplakriki: FH – Grótta, kl. 19.30.
KA-heimilið: KA – Víkingur, kl. 19.30.
Framhús: Fram – Selfoss, kl. 19.40.

Föstudagur 24. september:

Varmá: Afturelding – Haukar, kl. 19.30.

Stöðuna í Olísdeild karla er að finna hér.

Öll tölfræði úr leikjum Olísdeildar er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -