Olísdeild karla: Spenna á toppi og botni – lokadansinn stiginn

Lokadansinn í Olísdeild karla 2022 verður stíginn í kvöld. Heimir Örn Árnason verður þó ekki í hlutverki dómara að þessu sinni. Mynd/J.L.Long

Lokaumferð Olísdeildar karla verður leikin í kvöld. Allir leikir hefjast klukkan 18.

Valur stendur best að vígi í keppninni um deildarmeistaratitilinn. Valsmenn sækja Selfyssinga heima.


Haukar lifa í voninni. Þeir taka á móti FH-ingum og verða að vinna og um leið vonast til að leikmenn Selfoss geri Valsmönnum skráveifu. Selfoss hafnar í fimmta sæti hvernig sem verkast úr leiknum í Set-höllinni.


ÍBV og FH kljást um þriðja sæti deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum en ÍBV stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum.


Stjarnan á sjötta sætið víst.


Eftirvænting ríkir fyrir viðureign Aftureldingar og Fram og hvorum megin hryggjar liðin ljúka keppni. Úrslitin skera úr um hvort þeirra tekur sæti í úrslitakeppninni. Aftureldingu nægir eitt stig en Fram þarf á sigri að halda. Leikmenn annars liðsins munu sitja eftir með sárt ennið.


KA getur hafnaði í sjöunda eða áttunda sæti. Allt eftir því hverjar lyktir leiks Gróttu og KA verða. Eins geta úrslitin í leik Afturelding og Fram haft áhrif á niðurstöðu KA-liðsins.

Fyrstu leikir átta liða úrslita Olísdeildar karla fara fram 21. og 22. apríl.


Olísdeild karla – síðasta umferð:

Ásvellir: Haukar – FH, kl. 18 – sýndur á Haukartv.
Set-höllin: Selfoss – Valur, kl. 18 – sýndur á Stöð2sport.
TM-höllin: Stjarnan – Víkingur – sýndur á Stjarnan handboltitv.
Hertzhöllin: Grótta – KA, kl 18 – sýndur á Gróttatv.
Kórinn: HK – ÍBV, kl. 18 – sýndur á HKtv.
Varmá: Afturelding – Fram, kl. 18 – upplýsingar um útsendingu er að finna hér fyrir neðan.


Afturelding hefur lagt til hliðar Youtuberás sína. Í tilkynningu sem handbolta.is barst í gær frá forvígismanni Aftureldingar er bent á að hægt verði að fylgjast með leik Aftureldingar og Fram í beinni útsendingu á neðangreindum hlekk:

https://play.spiideo.com/games/3d095b31-34c5-4b3c-8f6d-9ead05fdfb83?fbclid=IwAR2s76Dpzna2rM8WxxNynzEDNPIKOJ_OsCiTwPBBE8E3RILnoz77DbQiGMA

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -