- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeild kvenna – 7. umferð, samantekt

Matea Lonac markvörður og Rut Arnfjörð Jónsdóttir fagna. Þær gátu glaðst eftir sigurinn í Safamýri. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Leikir sjöundu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik fóru fram á laugardaginn 13. nóvember. Þar með er þriðjungi leikja í deildinni lokið. Rifjum upp helstu niðurstöður umferðarinnar:

ÍBV – Fram 23:25 (13:17).
Mörk ÍBV: Þóra Björg Stefánsdóttir 6/5, Ingibjörg Olsen 4, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Lina Cardell 3, Sunna Jónsdóttir 3, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Bríet Ómarsdóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 21, 45,7%.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8/2, Emma Olsson 4, Karen Knútsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Stella Sigurðardóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14/2, 37,8%.
  • Harpa Valey Gylfadóttir var sóknarmaður leiksins samkvæmt tölfræði samantekt HBStatz. Hún skapaði fimm marktækifæri, þar af voru fjórar stoðsendingar, fiskaði fimm vítaköst og átti eina sendingu sem skilaði sér í vítakasti.
  • Sunna Jónsdóttir skapaði fjögur marktækifæri og átti átta vítasendingar en alls fékk ÍBV 10 vítaköst í leiknum. Leikmenn ÍBV nýttu helming þeirra. Karolina Olszowa átta þrjár stoðsendingar.
  • Ólöf María Stefánsdóttir átti fimm lögleg stopp í vörninni og Sunna fjögur auk þess sem hún varði tvö skot, stal boltanum einu sinni og náði tveimur varnarfráköstum. Harpa Valey náði þremur löglegum stoppum og tveimur fráköstum í vörninni.
  • Marta Wawrzykowska fór hamförum á milli markstanganna hjá ÍBV, með 45,7% hlutfallsmarkvörslu.
  • Landsliðskonan unga, Elísa Elíasdóttir, lék ekki með ÍBV að þessu sinni.
  • Leikmönnum ÍBV var aldrei vísað af leikvelli.
  • Hildur Þorgeirsdóttir, Karen Knútsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir sköpuðu fimm marktækifæri hver fyrir Fram. Sú síðastnefnda átti tvær vítasendingar til viðbótar. Hildur var með fjórar stoðsendingar.
  • Emma Olsson fór á kostum í vörninni eins og oft áður. Hún var með sjö lögleg stopp og varði eitt skot. Hildur stöðvaði mótherja sína fimm sinnum á löglegan hátt og náði tveimur varnarfráköstum.
  • Leikmenn Fram voru utan vallar í átta mínútur.
  • Marta Wawrzykowska, ÍBV, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.
Marta Wawrzykowska, markvörður ÍBV, að verja frá Rakel Söru Elvarsdóttur, KA/Þór snemma á keppnistímabilinu. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
Stjarnan – Haukar 23:32 (9:15).
Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 10/3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 1, Britney Cots 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Elena Elísabet Birgisdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg Einarsdóttir 5, 26,3% – Darija Zecevic 5, 22,7%.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Ragnheiður Ragnarsdóttir 7, Ásta Björt Júlíusdóttir 6/2, Sara Odden 6, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 12, 34,3%.
  • Eva Björk Davíðsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunnar gegn Haukum. Hún skoraði níu mörk í 14 skotum og skapaði níu marktækifæri, þar af voru fimm stoðsendingar. Til viðbótar vann hún þrjú vítaköst.
  • Helena Rut Örvarsdóttir skapaði fimm marktækifæri, af því voru fjórar stoðsendingar. Hún átti tvær vítasendingar.
  • Lena Margrét Valdimarsdóttir var á bak við fjögur marktækifæri.
  • Britney Cots var með átta lögleg stopp í vörninni, varði eitt skot og stal boltanum einu sinni. Elena Elísabet Birgisdottir og Helena Rut voru með fjögur lögleg stopp hvor auk þess sem Elena Elísabet stal boltanum einu sinni af leikmönnum HK. Katla María Magnúsdóttir krækti boltanum tvisvar sinnum að liðsmönnum HK.
  • Leikmenn Stjörnunnar voru utan vallar í tvær mínútur.
  • Sara Odden skapaði níu marktækifæri fyrir Hauka, þar af voru sjö stoðsendingar auk þess að eiga tvær vítasendingar. Ásta Björt Júlíusdóttir var á bak við sex marktækifæri.
  • Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði níu mörk í tíu skotum, skapaði fjögur marktækifæri, átti eina vítasendingu og fiskaði eitt vítakast.
  • Elín Klara lék ekki aðeins einstaklega vel í sókninni. Hún var allt í öllu í varnarleik Hauka og náði 11 löglegum stoppum og stal boltanum tvisvar sinnum af liðsmönnum Stjörnunnar.
  • Karen Helga Díönudóttir náði fjórum löglegum stoppum í vörninni og varði eitt skot. Ragnheiður Ragnarsdóttir var útsjónarsöm í vörninni og stal boltanum í þrígang af sóknarmönnum Stjörnunnar.
  • Leikmenn Hauka voru utan vallar í fjórar mínútur.
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, var maður leiksins gegn Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
Afturelding – HK 20:23 (9:15).
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 6/4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Jónína Hlín Hansdóttir 3, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Drífa Garðarsdóttir 2, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1.
Varin skot: Eva Dís Sigurðardóttir 6, 25% – Tanja Glóey Þrastardóttir 1, 16,7%.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 9/4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3/2, Þóra María Sigurjónsdóttir 3/2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Karen Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 8, 28,6%.
  • Katrín Helga Davíðsdóttir skapaði þrjú marktækifæri fyrir Aftureldingu, þar af voru tvær stoðsendingar. Sylvía Björt Blöndal var með fullkomna skotnýtingu, sex mörk í sex skotum, þar af voru fjögur vítaköst.
  • Ólöf María Hlynsdóttir náði fimm löglegum stoppum í vörninni og stal boltanum þrisvar sinnum af leikmönnum HK. Telma Rut Frímannsdóttir var með fjögur lögleg stopp.
  • Jónína Hlín Hansdótir og Sylvía Björt voru með þrjú stopp hvor auk þess sem sú síðarnefnda stal boltanum einu sinni. Jónína varði eitt skot.
  • Leikmenn Aftureldingar voru utan vallar í átta mínútur.
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skorað 10 mörk 12 skotum, skapaði eitt færi og vann sex vítaköst. Berglind Þorsteinsdóttir skapaði tvö marktækifæri. Annars er sóknartölfræðin með daufara móti í þessum leik.
  • Elna Ólöf Guðjónsdóttir stöðvaði leikmenn Aftureldingar í fimm skipti í leiknum og nappaði boltanum af þeim í fjórum sinnum. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var einn með fimm löglegar stöðvanir auk eins stolins bolta.
  • Jóhanna Margrét átti fjögur löglega stopp og stal boltanum tvisvar sinnum. Berglind var með þrjá löglegar stöðvanir og náði einu sinni að stela boltanum af Aftureldingu.
  • Leikmennn HK voru utan vallar í átta mínútur.
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK, var maður leiksins samkvæmt samantekt HBStatz.
Valur – KA/Þór 26:28 (14:15).
Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 10/4, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Lilja Ágústsdóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 6, 27,3% – Sara Sif Helgadóttir 5, 29,4%.
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 11/8, Aldís Ásta Heimisdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Matea Lonac 1.
Varin skot: Matea Lonac 10, 27,8%.
Matea Lonac, Hulda Bryndís Tryggvadóttir og Martha Hermannsdóttir. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
  • Morgan Marie Þorkelsdóttir var á bak við sex marktækifæri Vals í leiknum, af því voru fimm stoðsendingar. Hún átti einnig tvær vítasendingar. Thea Imani Sturludóttir skapað þrjú marktækifæri, átti eina vítasendingu og fiskaði eitt vítakast.
  • Hildigunnur Einarsdóttir náði sex löglegum stoppum í vörninni, varði tvö skot og stal boltanum einu sinni. Thea Imani var með fimm lögleg stopp og Hulda Dís Þrastardóttir fjögur. Hildur Björnsdóttir átti þrjár löglegar stöðvanir.
  • Leikmenn Vals voru utan vallar í sex mínútur.
  • Martha Hermannsdóttir skapaði fjögur marktækifæri og Aldís Ásta Heimisdóttir tvö. Rut Jónsdóttir átti eina stoðsendingu, fiskaði tvö vítaköst og átti tvær vítasendingar.
  • Martha var með fullkomna nýtingu í vítaköstum, átta af átta.
  • Varnartölfræði KA/Þórsliðsins í leiknum er ábótavant. Aðeins eru tvö lögleg stopp skráð á Aldísi Ástu Heimisdóttur.
  • Leikmenn KA/Þórs voru utan vallar í tíu mínútur.
  • Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er að finna hér.
  • Alla tölfræði í Olísdeild kvenna er hægt að nálgast hjá HBStatz.
  • Handboltamælaborð Olísdeilda kvenna og karla þar sem tölfræðin er sett fram á myndrænan hátt. Smellið hér.

Samantekt 1. umferðar.

Samantekt 2. umferðar.

Samantekt 3. umferðar.

Samantekt 4. umferðar.

Samantekt 5. umferðar.

Samantekt 6. umferðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -