Ólöf María skrifar undir nýjan samning

Ólöf María Stefánsdóttir leikmaður ÍBV. Mynd/ÍBV

Ólöf María Stefánsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja keppnistímabila.


Ólöf María hefur leikið með ÍBV síðustu tvö tímabil. Hún var lykilmaður í U-liði ÍBV í vetur sem leið ásamt því að vera hluti af meistaraflokksliðinu sem lék m.a. í Olísdeildinni.


„Hún hefur smollið frábærlega inn í félagið og samfélagið í Eyjum, en á dögunum var hún kjörin ÍBV-ari meistaraflokks kvenna sem er afar lýsandi fyrir karakter Ólafar. Við erum ánægð að hafa Ólöfu áfram með okkur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir í tilkynningu frá ÍBV.


Nær allir leikmenn ÍBV-liðsins á síðustu leiktíð hafa endurnýjað samninga sína á síðustu vikum og á mánuðum. Þjálfarinn, Sigurður Bragason, fylgdi í kjölfar leikmanna og skrifaði undir nýjan samning á dögunum auk þess sem Ásta Björt Júlíusdóttir bættist í hópinn á nýjan leik.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -