- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi fór hamförum þegar Magdeburg tryggði sér þýska meistaratitilinn

Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg gegn Sävehof í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í dag þegar SC Magdeburg vann HSV Hamburg í Hamborg, 32:22, og innsiglaði þar með fyrsta meistaratitil félagsins í 21 ár. Ómar Ingi skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, auk þriggja stoðsendinga. Hann geigaði aðeins á einu skoti í leiknum.


Ómar Ingi var lang markahæsti leikmaður vallarins. Sá næsti skoraði fimm mörk. Tíu af mörkunum skoraði Ómar Ingi í fyrri hálfleik.


Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir SC Magdeburg og átti einnig þrjár stoðsendingar.


SC Magdeburg hefur átta stiga forskot á toppnum og á meistaratitilinn vísan. Kiel er átta stigum á eftir en á fjórum leikjum ólokið. Einu færra en Magdeburg sem stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -