- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Aron voru bestir hjá HBStatz

Aron Pálmarsson landsliðsmaður er enn frá vegna meiðsla í leiknum við Svartfellinga á EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon og Aron Pálmarsson voru bestu menn íslenska landsliðsins í handknattleik í sigurleiknum á móti Portúgal í gærkvöld, 28:24, samkvæmt niðurstöðu tölfræðiveitunnar HBStatz. Hvor um sig fékk 7,3 í einkunn sem reiknuð er eftir nokkrum þáttum í varnar- og sóknarleik.

Auðvitað fann Ómar Ingi línumanninn Ými Örn þótt skyggni væri lítið. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Næstur var Ýmir Örn Gíslason með 6,9. Hann reyndist hinsvegar vera öflugasti varnarmaður íslenska liðsins í leiknum með 9,2 í einkunn en hæst er hægt að fá tíu en til þess þarf nánast óaðfinnanlega frammistöðu. Næst besti varnarmaðurinn var Elvar Örn Jónsson með 7,5.

Ómar Ingi og Aron hluti 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í sókninni en varanrleikurinn dró heildareinkunn þeirra niður í 7,3.


Bjarki Már Elísson og Bjarki Már Elísson voru næstir á eftir Ómari Inga og Aron í sóknarleiknum með 6,9.


Nánar er hægt að skoða frammistöðu einstaka leikmanna með því að smella hér. Þá opnast hlekkur inn á síðu HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -