- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Gísli voru á bak við 23 mörk meistaraliðsins

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þýskalandsmeistarar SC Margdeburg eru áfram í hópi fjögurra liða í 1. deildinni sem eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Magdeburg vann Göppingen í dag með fimm marka mun á útivelli, 31:26. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir meistarana, þar af eitt úr vítakasti. Auk þess gaf Ómar Ingi níu stoðsendingar!


Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og átti fimm stoðsendingar. Óhætt er að segja að íslensku landsliðsmennirnir hafi verið allt í öllu hjá Magdeburg að þessu sinni með samanlagt níu mörk og 14 stoðsendingar.

Halda áfram að gera það gott

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar og nýliðar Gummersbach halda áfram að gera það gott. Þeir unnu Wetzlar á útivelli í dag, 30:29. Þetta var þriðji sigur Gummersbach í fjórum leikjum. Eina tapið til þessa var í leik við hið þrautreynda lið THW Kiel.


Markahrókurinn Dominik Mappes heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Gummersbach. Hann skoraði 10 mörk í dag og hefur þar með skorað samanlagt 40 mörk í deildinni.

Annar leikur Hákons Daða

Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach og lét til sín taka í vörninni. Félagi hans úr Vestmannaeyjum, Hákon Daði Styrmisson, tók þátt í öðrum leik sínum í dag eftir að hafa jafnað sig af krossbandaslitum. Hákon Daði átti eitt skot sem missti marks.


Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf gat fagnað í heimsókn sinni með liðinu til Melsungen. Hannover-Burgdorf vann með þriggja marka mun, 31:28. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö af mörkum Melsungen.

Hvorki gengur né rekur

Hvorki gengur né rekur hjá Viggó Kristjánssyni og samherjum í Leipzig. Þeir eru enn án sigurs eftir fjórar umferðir. Viggó skoraði tvö mörk í dag í eins marks tapi Leipzig á heimavelli fyrir Hamburg, 23:22.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -