- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar eru óstöðvandi

Orri Freyr Þorkelsson gekk til liðs við Elverum í sumar. Mynd/Samsett frá Elverum

Ekkert lát er á sigurgöngu meistaraliðsins Elverum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í kvöld vann Elverum öruggan sigur á botnliði Bergen, 30:23, en leikið var í Björgvin. Elverum hefur þar með fullt hús stiga, 32, eftir 16 leiki í deildinni og er sex stigum á undan Drammen sem vann annað lið sem er í basli, Haslum HK, 33:26.

Nýbakaður landsliðsmaður, Orri Freyr Þorkelsson, skoraði ekkert af mörkum Elverum í leiknum í kvöld.


Sömu sögu er að segja af Óskari Ólafssyni leikmanni Drammen. Hann komst ekki á blað yfir þá sem skoruðu fyrir Drammen-liðið að þessu sinni. Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg dró ekki af sér og skoraði sex sinnum.

Örn Vésteinsson Östenberg skoraði fjögur mörk fyrir Tønsberg Nøtterøy sem tapaði með tveggja marka mun á heimavelli fyrir Runar Sandefjord, 27:25. Tønsberg Nøtterøy situr í 11. sæti af 14 liðum úrvalsdeildarinnar með 10 stig.

Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -