- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar skelltu ungversku meisturunum

Endre Langaas leikmaður Elverum skorar í leiknum í Szeged í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar hans í norska meistaraliðinu Elverum gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu ungversku meistarana, Pick Szeged, 34:30, í Szeged í kvöld í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik
Þetta var annar sigur Elverum í keppninni á tímabilinu en um leið fyrsta tap ungversku meistaranna sem höfðu fyrir leikinn unnið þrjár fyrstu viðureignir sínar.


Orri Freyr, sem gekk til liðs við Elverum í sumar frá Haukum, skoraði ekki mark í leiknum. Tobias Schjølberg Grøndahl var markahæstur hjá Elverum með níu mörk. Bence Banhidi var markahæstur hjá Szeged með sex mörk.
Í B-riðli keppninnar má segja að allt hafi farið eftir bókinni góðu.

Xavi Pascual t.v. tekur í höndina á eftirmanni sínum hjá Barcelona, Carlos Ortega, fyrir leik Barcelona og Dinamo Búkarest í Katalóníu í kvöld.

Barcelona vann Dinamo Búkarest, 36:32, í Barcelona. Búkarest-liðið er þjálfað af Xavi Pascual sem er sigursælasti þjálfari í sögu handknattleiksliðs Barcelona. Hann hætti störfum í sumar m.a. vegna þess að forráðamenn Barcelona drógu lappirnar úr hófi við að endursemja við Aron Pálmarsson.
PSG lagði úkraínsku meistarana Motor, 40:32. Savukynas Gintaras fyrrverandi leikmaður Aftureldingar og fleiri liða hér á landi þjálfar úkraínsku meistarana. Roland Eradze er aðstoðþjálfari liðsins.


Loks vann ungverska liði Veszprém liðsmenn Porto með sjö marka mun, 30:23, í Porto.


Staðan í A og B-riðlum Meistaradeildar Evrópu eftir fjórar umferðir.

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -