- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur sigur ÍBV í Eyjum

Dagur Arnarsson t.h lék afar vel með ÍBV í dag. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

ÍBV tók á móti Þór Akureyri í fyrsta leik dagsins í Olísdeild karla. Fyrir leikinn var ÍBV í 7. sæti með 15 stig en Þór í 11. sæti með 6 stig.

Fyrst um sinn í Eyjum var leikurinn jafn og var staðan 6-6 eftir 10 mínútur. Eyjamenn skiptu þá um gír og náðu undirtökunum en Þórsarar voru þó ekki langt undan. Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og kom ÍBV þar með fjórum mörkum yfir, 19-15. Í seinni hálfleik jókst munurinn milli liðanna, sem náði mest 10 mörkum í stöðunni 34-24. Leiknum lauk svo með átta marka sigri ÍBV, 35-27.

Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik á línunni hjá ÍBV og skoraði 8 mörk. Næstir á eftir honum í liði ÍBV voru Arnór Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson með 5 mörk hvor. Hjá Þór var Ihor Kopyshynskyi markahæstur með 7 mörk. Þá skoraði Þórður Ágústsson fimm mörk.

Lítið var um markvörslu í leiknum. Björn Viðar Björnsson varði fimm skot í marki ÍBV. Jovan Kukobat varði tvö skot og Arnar Þór Fylkisson eitt skot fyrir Þór Akureyri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -