Óskar Ólafsson, leikmaður Drammen. Mynd/Drammen

Óskar Ólafsson, og hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg, voru atkvæðamiklir að vanda hjá norska úrvalsdeildarliðinu Drammen í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við  FyllingenBergen, 29:29, á heimavelli. Björgvinjarbúar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:11.

Óskar skoraði fjögur mörk og var einnig burðarás í vörn liðsins eins og hann hefur verið allt keppnistímabilið. Viktor skoraði þrjú mörk.

Viktor er markahæsti leikmaður Drammen á leiktíðinni með 21 mark. Móðir hans er íslensk, Birna Petersen, margfaldur Íslandsmeistari í badminton á árunum upp úr 1990. M.a. varð Birna fjórum sinnum Íslandsmeistari í tvíliðaleik ásamt Guðrúnu Júlíusdóttir, móður Ragnheiðar Júlíusdóttur stórskyttu Fram, á árunum 1990 til 1993. Faðir Viktors er Norðmaður, Ken Håkon Norberg. Hann var árum saman aðal línumaður Runar Sandefjord.

Viktor stendur á tvítugu og þykir mikið efni. Hann æfði í stuttan tíma með yngri landsliðum Íslands áður en hann valdi að veðja fremur á feril í sínu föðurlandi.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Stjarnan fær hornamann

Stjarnan hefur fengið vinstri hornamann tímbundið að láni frá FH meðan Dagur Gautason verður fjarverandi vegna meiðsla. Um er að ræða Veigar...

Drætti frestað um sólarhring

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað því að draga í riðla Evrópudeildarinnar í karlaflokki um sólarhring. Ástæðan er sú að í gærkvöld vaknaði...

Spámaður vikunnar – iðnaður, sjómenn, læðan, lambið gráa, þunnt loft

Spámaður vikunnar er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna. Í kvöld...
- Auglýsing -